Fréttir

Fjölskyldudagur GV

  27.08.2015

Sunnudaginn 30. ágúst verður fjölskyldudagur hjá GV. Öll börn og unglingar GV eru boðuð í lokamót Íslandsbankamótaraðrinnar en leikið er í tveimur flokkum.

 

18 holu flokkur hefur leik kl. 11.00

9 holu flokkur hefur leik kl. 14.00

Golfkennsla fyrir fjölskylduna verður kl. 15.00

Verðlaunaafhending og grill kl. 16.00

 

Á meðan börnin leika golf þá býðst foreldrum og systkinum barna í GV golfkennsla sem verður í umsjón Einars golfkennara GV.

 

Að móti loknu verður verðlaunaafhending og grill fyrir alla þátttakendur.

 

Vonandi sjáum við sem flesta!

 

Gerum okkur glaðan dag á golfvellinum! 

Meistaramót GV

  08.07.2015

Meistaramót GV hófst í dag en leikið er í sjö flokkum. Karla- og kvennaflokkarnir leika fjóra daga samtals 72 holur en öldungaflokkarnir leika þrjá daga samtals 54 holur. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með gangi mála á vefsíðunni golf.is en daglega má sjá hvernig staðan er í hverjum flokki og hvernig hverjum kylfingi hefur gengið. Endilega fylgist með þessu skemmtilega móti sem er hápunktur sumarsins hvað innanfélagsmót varðar.

SUMARSTARF BARNA HEFST Í NÆSTU VIKU!

  01.06.2015

Þann 8. júní hefst sumarstarf barna hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Starfsemin verðu fjölbreytt fyrir alla aldurshópa frá 6 ára til 18 ára. Nánari upplýsingar má finna undir flipanum BARNA- OG UNGLINGASTARF hér að ofan. Golfleikjaskóli verður starfræktur fyrir yngsta aldurhópinn, æfingar fyrir eldri hópana verða reglulega og sérstök áhersla verður lögð á STELPUGOLF. Allar nánari upplýsingar veitir Einar Gunnarsson Golfkennari GV á netfanginu gvgolfeinar@gmail.com og í síma 894-2502

Eldri Fréttir