Fréttir

Samstarf GV og Vestmannaeyjabæjar varðandi frístundastyrk barna

  21.02.2017

Golfklúbbur Vestmannaeyja tekur þátt í verkefninu um frístundastyrk með Vestmannaeyjabæ. Í verkefninu felst að börn á aldrinum 6-16 ára geta nýtt sér 25.000 kr. styrk frá Vestmannaeyjabæ til greiðslu á árgjaldi og/eða námskeiðsgjöldum hjá golfklúbbnum. Þetta ætti að koma sér vel fyrir foreldra þegar þeir greiða þátttökugjöld barna til golfklúbbsins en þess má geta að félagsaðild fyrir börn er 25.000 kr. á ári og í því felst fullur aðgangur að golfvellinum og á skipulegar golfæfingar allt árið.

Halldór Ingi sigraði ÞORRAMÓT GV

  18.02.2017

Vel heppnuðu Þorramóti GV lauk síðdegis með verðlaunaafhendingu eftir skemmtilegan febrúardag á Vestmannaeyjavelli. 49 keppendur tóku þátt og skemmtu þátttakendur sér vel og líkaði vel að spila í blíðuveðri inná sumarflatir í febrúar. Sigurvegari mótsins var Halldór Ingi Hallgrímsson en hann fékk 32 punkta á 12 holur...flott skor það! Verðlaun voru einnig veitt fyrir 2. og 3. sætið en þau komu í hlut Viðars Hjálmarssonar á 27 punktum og Þóru Ólafsdóttur á 26 punktum. Öldungar GV gáfu nándarverðlaun á 2. og 12. braut og voru það þeir Bjarki Guðnason og Guðmundur Gíslason sem slógu svo glæsilega á þessum brautum að það dugði til verðlauna. Stefnt er að því að halda fleiri slík mót í vetur ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.

ÞORRAMÓT GV

  17.02.2017

Já slík er veðurblíðan að fyrsta mót ársins verður haldið laugardaginn 18. febrúar. Leikið verður inn á sumarflatir. Mótið er 12 holur og verða allir þátttakendur ræstir út um kl. 13.00. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta á þetta sérstaka mót en febrúarmót eru sjaldgæf fyrirbæri á Íslandi. Skráning og nánari upplýsingar eru á golf.is

Eldri Fréttir