Fréttir

Vinnudagur á vellinum!

  29.04.2017

Mánudaginn 1. maí verður vinnudagur á golfellinum. Byrjað verður kl. 09.30 og stefnt að því að vinna fram í hádegi. Mæting í golfskála kl. 09.30 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Golfvöllur er lokaður á vinnudegi.

Golfævintýri í Vestmannaeyjum

  26.04.2017

Golfklúbbur Vestmannaeyja og GSÍ hafa ákveðið að endurvekja Golfævintýrið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Golfævintýrið er hugsað sem golfnámskeið fyrir börn af öllu landinu og ákveðið hefur verið að halda það dagana 19. - 21. júní. Stefnt er að miklu fjöri þar sem þátttakendum verður boðið upp á golfkennslu, golfleiki, golfmót og almenna skemmtun þessa daga. Allar upplýsingar verða settar inn hér á vef GV og einnig má nálgast upplýsingar hjá Einari Gunnarssyni golfkennara GV og Elsu Valgeirsdóttir framkvæmdastjóra GV. 

Kristófer Tjörvi valinn í afrekshóp GSÍ 2017

  28.02.2017

Nýráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Jussi Pitkanen hefur valið hóp íslenskra kylfinga til að taka þátt í afreksstarfi sambandsins árið 2017. Eyjapeyinn Kristófer Tjörvi Einarsson er einn af fjórtán kylfingum sem valdir voru í svokallaðan hæfileikahóp og mun hann stunda stífar undir handleiðslu landsliðsþjálfara á árinu. Við óskum Kristófer til hamingju með árangurinn.

Eldri Fréttir