Æfingaskýli

 

 

Reglur Skýlisins

Mikilvægt er að kylfigar virði eftirfarandi reglur.

1. Ekki er heimilt að slá lengri högg en 140 m.

2. Beina skal höggum á miðju æfingasvæðisins og forðast að slá út á 13. braut eða í átt að 18. flöt.

4. Ekki er heimilt að slá af grasi fyrir framan skýlið nema það sé sérstaklega tekið fram.

5. Gangið frá körfum eftir að slætti lýkur.

6. Sameinumst um að halda skýlinu eins snyrtilegu og kostur er. 

 

Um Skýlið

Æfingaskýli GV var tekið í notkun sumarið 2014. Sex mottur eru í skýlinu og þrjár hurðar sem opnast ýmist sjálfvirkt eða með handafli. Skýlið nýtist afar vel fyrir starfsemi GV og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Fjórir kastarar eru á skýlinu sem gera okkur kleift að slá þó skollið sé á myrkur. Yfir vetrarmánuðina fara fram skipulegar æfingar og er þá skýlið lokað fyrir almenna kylfinga. Se

Boltavél

Seldir eru boltapeningar í skála yfir sumartímann til að nota í boltavélina. Yfir vetrarmánuðina er sala boltapeninga ekki í gangi, kylfingar geta þó notað skýlið en þeim er heimilt að tína bolta af svæðinu og slá út. Boltavélin verður gangsett í vor :-)