Fyrirmyndafélag ÍSÍ

Handbók GV

Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur um árabil tekið þátt í verkefni Íþróttasambands Íslands sem nefnist "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ". Í verkefninu felst að vinna eftir svokallaðri "Handbók GV" en í henni er að finna það regluverk sem GV hefur valið að vinna eftir í sínum störfum. Bókin er unnin í samstarfi við fulltrúa ÍSÍ og er "lifandi" plagg sem þýðir að hún getur breyst með tímanum og á fjögurra ára fresti er bókin endurskoðuð af fulltrúum GV og ÍSÍ.

 

HANDBÓK GOLFKLÚBBS VESTMANNAEYJA ENDURNÝJUÐ 2015

1. kafli

Inngangur

 

Handbók þessi lýsir stefnu Golfklúbbs Vestmannaeyja sem er í samræmi við leiðbeiningar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um gæðaverkefnið “ fyrirmyndarfélagið“.

 

Í handbókinni er kappkostað að leggja áherslu á sem flesta þætti félagsstarfsins.

 

Upphafið að stofnun Golfklúbbs Vestmannaeyja má rekja til ársins 1937. Það ár kom hingað til sumardvalar íslenskur skipstjóri, Magnús Magnússon, búsettur í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var svili Þórhalls Gunnlaugssonar, símstöðvarstjóra í Eyjum, og bjó á heimili hans. Magnús hafði komist í kynni við golfíþróttina í Bandaríkjunum og hafði með sér golftækin sín. Munu það hafa verið þau fyrstu er komu til Eyja. Tók Magnús nú að sýna Þórhalli, svila sínum, hvernig nota ætti kylfurnar ásamt því að leiðbeina honum nokkuð um reglur fyrir leikinn. Um haustið, þegar Magnús fór héðan, gaf hann Þórhalli tækin.

         Í fyrstu kappleikjabók GV segir svo:

 

„Það verður því að telja að frömuður golfleikanna í Vestmannaeyjum sje Magnús Magnússon, skipstjóri, Boston Mass. USA og hafi hann þökk fyrir.“

 

Stofnfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja var haldinn að Hótel Berg sunnudaginn 4.des 1938.

Stofnendur vor 37 talsins, 30 karlar og 7 konur.

 

Vallarstæði GV: frá 1938 leikið á 6 holu velli í Herjólfsdal, þrjár af þeim holum eru enn í notkun og eru númer 6, 7 og 8.

Par vallarins 1939 var 22 (66 ef leiknir voru 3 hringir), fjórar brautir voru par 4 og tvær brautir par 3. Lengd vallarins var 1050 m eða 3150 m ef leiknar voru 18 holur.

Frá árunum 1960 til 1968 unnu stjórnir GV ötullega að því að klúbburinn eignaðist nauðsynlegt land undir 9 holu völl og árið 1968 var haldið Íslandsmót á 9 holu velli.

Í gosinu árið 1973 urðu miklar skemmdir af völdum ösku og vikurs á golfvellinum.

Marteinn Guðjónsson, félagi í GV hannaði 6 holu völl suður við Sæfjall, sem hann ásamt öðrum félögum í GV komu í framkvæmd, leikið var á þeim velli fram til ársins 1977, en þá var lokið viðgerð á golfvelli GV.

Árið 1988 voru lagðar fram hugmyndir að 18 holu velli þar sem hann er í dag, það var svo fyrst árið 1993 sem leikið var á 18 holu velli í Eyjum.

 

Fyrsti golfskálinn var reistur árið 1939, tíu fermetrar að stærð.

 

Fyrsti golfmeirarar í Eyjum var Guðlaugur Gíslason árið 1939 en fyrsti kvennameistarinn var Unnur Magnúsdóttir árið 1943.

Fyrstur til að fara holu í höggi í Eyjum var Tómas Guðjónsson frá Höfn, árið 1939 á 6. holu sem þá var 60 m löng.

 

Félagsmenn í GV eru nú  um 440. Góður félagsandi og mikið og fórnfúst sjálfboðaliðastarf, hefur einkennt starfssemi kúbbsins frá upphafi hans. Aðalfundur er haldinn í janúar/febrúar ár hvert.

Starfandi nefndir innan klúbbsins eru eftirtaldar: Kappleikja- og forgjafarnefnd, unglinga-og afreksnefnd, vallar- og húsnefnd, markaðs og kynningarnefnd, kvennanefnd, öldunganefnd, aganefnd.

 

Framkvæmdastjóri GV sér um rekstur og gefur allar upplýsingar um starfssemina.

 

 

 

2. kafli

Skipulag klúbbsins

 

2.1 Stefna og markmið félagsins

 

GV er aðili að Golfsambandi Íslands (GSÍ) og eru lög klúbbinss samþykkt á aðalfundi. GV er íþróttafélag sem starfar innan vébanda Íþróttabandalags Vestmannaeyja og íþrótta-og æskulýðsráðs Vestmannaeyja. Sérnefndir vinna að mismunandi málefnum klúbbsins. Markmið GV  er að stuðla að iðkun golfíþróttarinnar fyrir almenning sem og keppnis- og afrekskylfinga.

 

Íþróttina skal stunda samkvæmt reglum “The R&A Rules Ltd.“ Í starfsemi GV er lögð rík áhersla á góðan félagsanda, vinsamlegt og gott viðmót. Stefnt er að því að skapa iðkendum íþróttarinnar góðar aðstæður.

Þá er lögð áhersla á markvissa kennslu, þar sem tekið er tillit til getu og aldurs iðkenda og þeim fundið verkefni við hæfi. Kennarar og þjálfarar skulu hafa menntun á svið golfkennslu og eða uppeldis- og kennsluréttinda.

 

2.2 Markmið í fjármálum

 

Það er markmið GV að rekstur klúbbsins byggi á traustum grunni og kostnaður verði ekki meiri en innkoma. Markmið til 3 – 5 ára í senn skal vera til staðar á hverjum tíma. Hagnaður af rekstir er notaður til áframhaldandi uppbyggingar á starfsemi klúbbsins.

 

2.3 Skipun stjórnar og hlutverk stjórnenda

 

Til að framfylgja stefnumótun og markmiðum klúbbsins til hins ýtrasta og tryggja að góður árangur náist í íþróttastarfi og rekstri er nauðsynlegt að stjórnun og rekstur sé í föstum skorðum og að góð samvinna sé milli allra þeirra aðila sem að starfinu koma, hvort heldur eru starfsmenn klúbbsins eða nefndir og stjórnarmenn.

 

Meginhlutverk stjórnar GV er að halda starfseminni í samræmi við lög félagsins, samþykktum stefnum og settum markmiðum hverju sinni. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri félagsins og ræður starfsmenn eftir þörfum til starfa, stjórnin ber ábyrgð á því að fastanefndir séu skipaðar. Á aðalfundi GV sem haldinn er í jaúar/febrúar ár hvert er kosin stjórn til eins árs í senn. Til þess að tryggja sem besta aðkomu fastanefnda að stjórnun klúbbsins og gæta jafnræðis milli þeirra, hafa stjórnarmenn tekið að sér formennsku í þeim.

 

2.3.1 Skipurit GV

 

 

 

                 
 

Aðalfundur

 
 

Aðalstjórn

 
 

Kappleikja og forgjafarnefnd   Unglinga og afreksnefnd         Vallar og húsnefnd              Markaðs og kynningarnefnd               Kvennanefnd             Öldunganefnd               Aganefnd                   Skemmtinefnd

 

Framkvæmdastjóri

 
   

Vallarstjóri

 

Yfirþjálfari

 

Veitingasala

 
   

Starfsmenn á velli

 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upplýsingar um stjórn og nefndir GV er að finna á heimasíðu klúbbsins www.gvgolf.is og www.golf.is

 

3 kafli

 

Barna- og unglingastarf

 

3.1 Tilgangur og framtíðarsýn

 

Tilgangur barna og unglingastarfs GV er að veita börnum og unglingum Vestmannaeyjabæjar eins góða aðstöðu og kostur er hverju sinni til golfiðkunnar og aðgengi að hæfum þjálfurum, sem mun hjálpa klúbbnum að eignast afreksfólk í íþróttinni til framtíðar. GV leggur ríka áherslu  á að starfið standi traustum fótum hvað varðar aðstöðu, iðkendur, árangur og fjárhagslegt sjálfstæði.

 

Lögð er áhersla á að stuðla að heilbrigðu íþrótta-og uppeldisstarfi sem skilar sér í bættum félsgsþroska og að börn og unglingar GV skynji að þar ríki andrúmsloft, samheldni og leikgleði og að þau njóti þess að vera saman, æfa og keppa undir merkjum klúbbsins. Unglinganefnd beitir sér fyrir því að öll börn í Eyjum geti tekið þátt í starfinu óháð efnahag og eða líkamlegri getu.

 

3.2  Unglinganefnd

 

Stafandi er unglinganefnd sem jafnfram gegnir starfi foreldraráðs fyrir iðkendur 18 ára og yngri.

 

Hlutverk unglinganefndar/foreldraráðs er að auka hlutdeild ungs fólks í leiðtogastörfum innan klúbbsins og gæta hagsmuna ungs fólks með ferskum hugmyndum. Vinna að æfinga- og afreksmálum unglinga, taka þátt í stefnumótun starfsseminnar og sjá til þess að þjónustan standist kröfur um gæði, sé samkeppnishæf og starfsemin fari fram í samræmi við stefnu GV í barna og unglingastarfi og stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um barna og unglingaíþróttir. Unglinga/foreldraráð sér um mótahald barna og unglinga hjá GV.

 

Sem foreldraráð klúbbsins skal unglinganefndin tryggja að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað unglinga innan klúbbsins. Unglinganefnd  skal gera fjárhagsáætlun vegna starfa sinna og vinna samviksusamlega eftir henni.

 

3.2.1 Reglur unglingnefndar/foreldraráðs

 

Unglinganefnd er skipuð til eins árs í senn og skal formaður hennar skipaður á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Með honum starfa minnst fjórir aðilar til viðbótar. Formaður tilnefnir tvo og leggur tillöguna fyrir stjórn GV, en einn fulltrúi er valin úr hópi foreldra og annar úr hópi 16-25 ára ungmenn, á opnum fundi með þessum aðilum í byrjun hvers árs.

Fulltrúi 16-25 ára ungmenna skal eiga seturétt á stjórnarfundum GV með málfrelsi og tillögurétt

Formaður unglingnefndar/foreldraráðs skal sitja í stjórn klúbbsins og vera tengiliður ráðsins inn í stjórnina.

Verkefni unglinganefndar/foreldraráðs eru:

 

  •   Að efla samskipti milli iðkenda og foreldra annarsvegar og stjórnenda og þjálfara hins vegar.
  • Að stuðla að betri árangri í starfi klúbbsins.
  • Að annast fjáraflanir vegna æfinga og keppnisferða.

 

Unglinganefnd/foreldraráð ákveður í samráði við stjórn klúbbsins hverning unnið skuli að þessum markmiðum. Yfirþjálfari GV starfar með unglinga/foreldraráði, kynnir fyrir þeim kennslu- og æfingskrá og tekur tillit til athugasemda þeirra eins og kostur er.

 

 

 

Það er stefna GV að þjálfarar klúbbsins hafi menntun á svið golfíþróttarinnar og eða uppeldis- og kennsluréttindi.

 

Að gerðir verði samningar við alla sem starfa við þjálfun hjá klúbbnum og að fram komi hvers er ætlast til af þeim varandi starfið hverju sinni og hvert markmið starfsins er.

GV leitast við að  sjá til þess að starfsfólk fái nauðsynlega þjálfun.

Við ráðningu þjálfara skal tekið mið af kröfum ÍSÍ og GSÍ varðandi menntun þjálfara við barna og unglinga.

Aðstoðarþjáfari er til staðar.

 

3.3  Kynning á unglinga-barastarfi GV

 

Staðið skal þannig að kynningamálum barna og unglingstarfs klúbbsins í Vestmannaeyjum að þátttaka í starfi sé sem víðtækust og stuðningur við daglegan rekstur þess verði sem öflugastur. Útgáfustarf, samkomur eða annað sem gert er í nafni barna og unglingstarfs klúbbsins til fjáröflunar skal vera með þeim hætti að GV sé sómi af.

 

3.4 Fjármál barna-og unglingadeildar

 

Markmið GV er að rekstur á barna og unglingastarfi byggi á traustum fjárhagslegum grunni svo að stöðugt sé hægt að bæta þjónustu og aðstöðu sem GV býður uppá. Og að halda stjórnkerfi barna og unglingastarfs virku og boðleiðum stuttum. Bókhald GV er ekki aðskilið milli eldri og yngri iðkenda, en þó skal færa tekjur og útgjöld vegna yngri iðkenda á sér bókhaldslykla og gera árlega fjárhagsáætlun vegna barna og unglingastarfs GV. Með þessu verða tekjur og útgjöld GV vegna barna- og unglingastarfs GV sýnileg.

 

 

4 kafli

 

Markmið þjálfunar og keppni

 

Íþróttaþátttaka barna í Eyjum er mikil, enda aðstaða að flestu leiti góð og stuðningur bæjaryfirvalda við barna-og unglingastarf íþróttafélöganna með ágætum. Stuttar vegalengdir milli æfingsvæða auka möguleika barna til fjölbreyttrar íþróttaiðkunnar.  GV rekur 18 holu völl og er aðeins með rúmlega 400 félagsmenn þannig að yngri iðkendur hafa tækifæri til að  spila golf á aðalvellinum flesta daga sumarsins og það notfæra mörg þeirra sér óspart.

 

 

4.1  Markmið

 

Börn 6-12 ára

                   Að kynna íþróttina og veita ungum börnum skemmtun, félagskap í skemmtilegum leik, sem veitir alhliða       líkamsþjálfun, eykur einbeitni og sjálfsaga, sem verður þeim gott veganesti  á lífsleiðinni og gefur aukinn       félagslegan þroska þeirra.

      Að kenna undirstöðuatriði í íþróttinni og kynna þá skipulagshugsun sem að baki íþróttinni býr.

      Að rækta með iðkendum skilning á þætti hvers og eins í sameiginlegri tilraun til að ná árangri.

      Að fystu kynni af íþóttinni verði jákvæð svo að íþróttaáhugi skapist fyrir lífstíð.

      Að hafa leik og gleði í fyrirrúmi og ná til sem flestra barna.

 

 

Unglingar

                   Að auka færni iðkenda í íþróttinni,dýpka skilning þeirra á nauðsylegu skipulagi og efla þrótt og þrek með                     alhliða líkamsþjálfun og auka félagslegan þroska á æfingum, í keppni og félagsstarfi. Og undirbúa                   iðkendur undir þátttöku í keppnis-og afreksþjálfun.

      Að stuðla að forvörnum gegn vímuefnanotkun með því að bjóða upp á heilbrigðar tómstundir.

Að stuðla að því að fjöldi iðkenda í hverjum aldursflokki haldist sem mestur og leitast við að sporna við brottfalli unglinga frá íþróttaþátttöku.

 

 

Almennir iðkendur eldri en 18 ára

      Að stuðla að bættum árangri fullorðinna iðkenda með æfingum, leik og keppni í góðum félagsskap.

 

 

Keppnis-afreksfólk

      Að byggja upp keppnis- og afreksfólk úr eigin röðum og stefna að því að eiga afrekskylfinga á öllum aldri.

 

 

4.2 Æfingaáætlun

 

 

Börn 6-12 ára

            Kennd eru undirstöðuatriði golfíþróttarinnar, leitast er við að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Unnið er með börnin í aldursskiptum hópum. Þau sem eru orðin spilfær fá að spila á vellinum fyrri hluta dags.

 

 

Unglingar 13-  ára

            Lögð er áhersla á aukna tækniþjálfun einnig er lögð áhersla á þolþjálfun og samhæfingu líkama og huga

 

 

Afreksþjálfun

            Tækniþjálfun á háu stigi og kylingurinn orðinn nánast sinn eiginn þjáfari hvað tækniatriði varðar. Mikil áhersla lögð á leikskipulag, þar sem kylfingurinn á að verða tilbúinn í keppnisgolf. Lögð mikil áhersla á það að kylfingurinn kunni að æfa sig sjálfur án eftirlits.

 

 

Almenn þjálfun

            Almennum iðkendum sem og félagsmönnum í GV stendur til boða að kaupa sér kennslu hjá golfkennara á vegum GV yfir sumartímann.

 

 

Vetraræfingar

                   Vetrarstarf barna- og unglinga stendur yfir janúar til apríl. Skipt er í flokka eftir aldri.

 

 

 

 

 

4.3 Keppni

 

Keppni barna og unglinga á mótum á vegum GV skulu fylgja eftirfarandi áætlun:

 

  1. 11 ára og yngri

 

Í þessum aldurflokki á keppni ekki að vera markmið.

Þau fá þó tækifæri til að auka getu sína og færni með þátttöku í golf- leikjum, þrautum og mótum, sem sérstaklega eru sett upp með þeim hætti að allir geti tekið þátt óháð færni eða getu.

 

b) 12-13ára

Lögð er áhersla á að allir fái að vera með í leik og keppni.  Börnin keppa á skipulögðum golfmótum, golfleikjum og þautum, þar sem sérstök áhersla er lögð á að allir geti verið með óháð getu.

 

 

c) 14-15 ára

Keppni skal fara fram á félagsmótum sem og á héraðs- landshluta- og landsvísu.

 

 

d) 16-18 ára

Áherslu skal miða við fyrri aldursskeið í keppni milli einstaklinga.

 

 

4.4 Verðlaun

 

 

a) 10 ára og yngri

Allir fá viðurkenningar

 

 

b)11-12 ára

Lið vinni til verðlauna

Einstaklingar geta unnið til verðlauna í einstaklingsgreinum

Fyrst við 11 ára aldur er leyfilegt að krýna Íslandsameistara, einstakling eða lið.

 

 

c)13-19 ára

Lið vinnur til verðlauna

Einstklingar vinni til verðlauna

 

 

d) Óæskilegt er að veita börnum og yngri unglingum stórviðurkenningar ss. Íþróttamaður félags, bæjar, héraðs, landshluta eða sérsambands.

 

 

e) Verðlaunaveitingar á vegum Golfklúbbs Vestmannaeyja skulu vera  í anda þess sem fram kemur hér að framan.

 

 

 

5 kafli

 

Fjármálastjórn

 

5.1 Fjármál GV

 

GV er með sjálfstæðan rekstur og fylgir lögum klúbbsins sem og öðrum opinberum reglum og lögum um skil á ársreikningum. Endurskoðaðir ársreikningar GV eru lagðir fram til samþykktar árlega á aðalfundi, sem og fjárhagsáætlun næsta árs. Almennt eru starfsmenn GV almennir launamenn.

 

 

 

6 kafli

 

Félagsstarf

 

6.1 Félagsstarf GV

 

GV hefur það að leiðarljósi að skapa félagsmönnum sínum vettvang til að sinna hugðarefnum sínum hvað golfíþróttina varðar bæði í leik og keppni og auka sem mest félagslega þátttöku þeirra í starfi klúbbsins. Yfir vetrarmánuðina stendur GV fyrir uppákomum að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem félagsmönnum gefst kostur á að taka þátt í félagsstarfi s.s. bridge, skák, spurningleikjum o.fl.

 

 

6.2 Keppnis- og afreksíþróttir

 

GV mun að halda úti meistaraflokkum karla og kvenna sem ávallt hafa það markmið að vera meðal bestu á landsvísu. GV stefnir að glæstum sigrum í framtíðinni í golfíþróttinni. GV gerir miklar kröfur til þeirra einstaklinga sem keppa undir merkjum klúbbsins og að sama skapi heitir GV því að veita eins góða æfingaraðstöðu, aðbúnað og þjálfun eins og aðstæður leyfa hverju sinni.

 

 

6.2.1 Áhersla á gott barna og unglingastarf

 

Unglingsárin eru viðkvæmur tími í lífi sérhvers einstaklings og fram á það hefur verið sýnt að á þeim árum hverfa margir frá íþróttaiðkun. GV vill leggja áherslu á að standa þétt við bakið á iðkendum sínum á þessum mótunartíma og að reyna með öllum ráðum að sem allra flestir haldist við íþróttina. GV mun leitast við að  kynna sér sérstaklega ástæður brottfalls unglinga frá íþróttaiðkun og finna leiðir til að draga úr því.

 

GV leggur áherslu á að barna-og unglingastarf GV sé fjölbreytt, þjálfarar brjóta upp hefðbundið starf  yngri iðkenda með leikjum, gönguferðum inn í Dal , farið á einstaka leiki Shellmóts (fótboltamót ungra drengja haldið hér í Eyjum árlega) golf-leikjum, þrautum og öðrum uppákomum. Unglingar GV hafa aðstöðu í húsnæði klúbbsins þar sem þeir hittast og taka í spil ofl.

 

Foreldraráð ásamt golfkennurum sjá um vorviðburð í lok maímánaðar ár hvert þar sem börn og foreldrar koma saman og gera sér glaða stund með leikjum, gönguferðum o.fl og enda svo á grillveisluer farið yfir þær leiðir sem æskilegt er að vinna eftir til að fyrirbyggja eineldi.  kl.Dagskráin er breytileg ár frá ári en markmiðið er að bæði börnin og foreldrar þeirra upplifi starfsemi klúbbsins á félagslega jákvæðan hátt.

 

Á haustmánuðum stendur barna- og unglinganefnd fyrir uppskeruhátíð þar sem þátttakendur barna- og unglingastarfsins koma saman og fara yfir sumarið ásamt því að gera sér glaða stund með leikjum, uppákomum og fleiru sem eflir andann.

 

GV mun fylgja eftir stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga, börn verða ekki sett í keppni fyrir en þau hafa aldur og þroska til að standa frammi fyrir slíkri áskorun sem í keppnum felst.

 

 

 

 

 

 

 

7 kafli

 

Jafnréttismál

 

7.1 Jafnrétti

 

Áhersla skal lögð á að fá iðkendur af báðum kynjum til þátttöku í golfíþróttinni, sérstök áhersla verður lögð á að finna þær leiðir sem verða til þess að stúlkur ílengist við golfiðkun bæði í keppnisgolfi og við almennan golfleik. Eitt af stefnumálum GV er að hafa þjálfara af báðum kynjum og mæta með þeim hætti mismundandi félagslegum þörfum stúlkan og drengja.  

 

GV mun kom til móts við kröfur beggja kynja til íþróttaiðkunnar, bæði kyn njóta sömu aðstöðu til fjármagns, þjálfunnar, félgsgjalda, aðstöðu og félgsstarfs.

 

Jafnræðis skal gætt milli þjálfara og iðkenda óháð kyni aldri og kynþætti.

 

Almennt  leitast GV við eftir bestu getu að fylgja almennum kröfum og reglum í jafnréttismálum.

 

 

8 kafli

 

Umhverfismál

 

8.1 Stefna GV í umhverfismálum

 

Starfssemi GV skal fara fram í sátt við umhverfið og ætíð skal þess gætt að valda sem minnstri röskun á náttúru og umhverfi Golfklúbbs Vestmannaeyja. Golfvelli og umhverfi hans skal haldið hreinu, þannig að sómi sé að fyrir klúbbinn. Starfinu verði hagað með þeim hætti að GV lifi í sem bestri sátt við nágrana sína og umhverfi.

 

Ruslafötur eru til staðar á og við æfinga- og keppnissvæðum.

Aðgengi fatlaðra verði með sem bestum hætti.

Fyrirbyggja notkun á einota umbúðum eins og kostur er.

Endurnýtnalegar umbúðir flokkaðar og komið til skila til viðkomandi flokkunarstöðva.

Pappírsnotkun takmörkuð.

Félagsmenn og aðrir iðkendur skulu ganga vel um völlinn og eignir GV þannig að sómi sé að.

Slæm umgengni getur varðað brottrekstur úr klúbbnum

 

 

9 kafli

 

Útgáfustarfsemi GV

 

9.1 Útgáfustarfssemi

 

Áhersla skal lögð á að kynna starfsemi GV með kynningar- og útgáfustarfsemi. Einnig skal auka sýnileika GV í bæjarfélaginu. Stjórn klúbbsins skal leggja sig fram um að hafa góð tengsl við forystufólk bæjarins og aðra stuðningaðila klúbbsins, til að auka skilning á starfseminni og laða menn að henni.

Færa skal þunga af öllum upplýsingum inná heimasíðu kúbbsins. htt://www.gvgolf.is

 

 

10 kafli

 

Fræðslu- og forvarnarstarf

 

10.1 Neysla tóbaks og vímuefna

 

GV er andvígt neyslu tóbaks og vímuefna iðkenda og annarra félagsmanna sem koma að íþróttastarfi á vegum klúbbsins.

 

10.2 Viðbrögð við vímuefnaneyslu iðkenda.

 

Klúbburinn mun bregðast sérstaklega við allri neyslu iðkenda undir 18 ára aldri og foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu.

 

Viðbrögð við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð klúbbsins munu samt ávallt mótast af vilja til að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglum og að hann haldi áfram að starfa innan klúbbsins.

 

10.3 Einelti

 

Klúbburinn vill stuðla að góðri andlegri og líkamlegri vellíðan iðkenda og félagsmann sinna og mun ekki líða einelti á sínum starfssvæði. Starfmenn, þjálfarar og leiðbeinendur GV fá fræðslu við upphaf hvers tímabils á eineltimálum frá yfirkennara GV. Yfirkennari fer yfir bækling ÍSÍ um einelti og sameiginlega er farið yfir þær leiðir sem æskilegt er að vinna eftir til að fyrirbyggja eineldi.

 

10.4 Viðbrögð við einelti

 

Viðbrögð við einelti skulu vera með þeim hætti að bregðast eins fljótt og kostur er við, meta aðstæður og leitast við að vinna úr og leysa málið. Verði vart við að barn eða unglingur verði fyrir einelti hjá GV, skulu foreldrar þeirra barna er að málinu koma, undantekningarlaust upplýstir um málið.  Þjálfarar GV munu gera það sem í þeirra valdi liggur til að leita sátta milli aðila í samráði við þá og foreldra þeirra. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni og í versta falli brottrekstri úr klúbbnum.

Ef þær leiðir sem farnar eru innan GV í eineltismálum leiða ekki til lausnar í einstaka málum mun yfirþjálfari GV hafa samband við Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar og leita ráða hjá fagaðilum um framhaldið.

 

10.5 Kynferðisofbeldi

 

GV setur reglur fyrir þjálfara og starfsmenn sem miða að því að minnka áhættu á að börn verði fyrir ofbeldi. Þjálfara eru meðvitaðir um þau skilaboð sem fram koma í bæklingi ÍSÍ um kynferðisbrot gagnvart börnum.

 

      Í GV tölum við fallega við hvort annað

      Við líðum ekki dónalegar upphrópanir eða athugasemdir um líkama hvors annar

        Nýjir þjálfarar eiga ekki að bera einir ábyrgð á hópi barna til að byrja með. Við komum reglulega í heimsókn til hvors annars á æfingar

        Það eru ávallt að minnsta kosti tveir þjálfarar eða þjálfari og annar fullorðinn einstaklingur í ferðalögum á vegum GV

      Þjálfari eða starsmaður fer ekki inn í búningherbergi sem ætlað er gagnsæðu kyni, neða að gengið hafi verið í skugga um að allir séu klæddir/klæddar

      Þjálfari býður ekki einstaka barni heim til sín

      GV er skyldugt til þess að taka ábendingar um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi alvarlega og bregðast skjótt við

      Ef vísbendingar eru um að barn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi ber að tilkynna það til viðkomandi barnaverndarnefndar. Tilkynna skal í nafni félags en ekki einstaklings.

 

 

10.6 Þjálfarar

 

Þjálfarar skulu vinna eftir forvarnar- og vímuvarnarstefnu klúbbsins og bregðast á viðeigandi hátt við verði vart við vímuefnaneyslu og/eða einelti meðal iðkenda undir 18 ára aldri.

 

Klúbburinn mun sjá þjálfurum fyrir fræðslu um áhrif eineltis og vímuefnaneyslu á líðan einstaklinga og lakari árangurs í íþróttum og lífinu almennt. Þessari fræðslu ber þjálfurum að miðla áfram til iðkenda.

 

Þjálfarar skulu framfylgja stefnu klúbbsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málenum barna og unglinga.

 

Yfirþjálfari fundar reglulega með aðstoðarþjálfurum, vikulega yfir sumartímann og oftar ef þurfa þykir, og einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.

 

Laun þjálfara eru samræmd með tilliti til menntunnar og reynslu,

 

10.7 Samstarf við foreldra- forráðamenn

 

Klúbburinn mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum og stefnir auk þess að góðu samstarfi við foreldra um vímuvarnir.

Klúbburinn mun starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neyslu- og eða agavandamáli iðkenda undir sjálfræðisaldri.

 

10.8 Samstarf við aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

 

Klúbburinn mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga. Klúbburinn mun einnig hafa samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.