Saga vallarins

Stofnun Golfklúbbs Vestmanneyja

Eftir að Magnús Magnússon, skipstjóri frá Boston, U.S.A., var hér á ferð
sumarið 1937 og hafði kennt nokkrum mönnum undirstöðuatriðin í
golfíþróttinni og reglur leiksins, ákváðu nokkrir af þeim, sem höfðu
meðtekið golfsóttina, þeir Þórhallur Gunnlaugsson, Axel Halldórsson,
Ólafur Halldórsson, Einar Guttormsson, Ágúst Bjarnason og Georg Gíslason,
ásamt fleirum að boða til stofnfundar Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Fundurinn var haldinn þann 4. des. 1938 og voru 20 mættir.

Í bráðabirgðastjórn og laganefnd voru kosnir Þórhallur Gunnlaugsson, formaður,
Georg Gíslason, ritari, og Ólafur Halldórsson, gjaldkeri.
Á framhaldsstofnfundinum,sem haldinn var 11. des. voru þessir sömu menn kosnir
í fyrstu stjórnina og sem meðstjórnendur Einar Guttormsson og Viggó Björnsson.
 

Stofnendur eru:

Axel Halldórsson Ágúst Bjarnason Einar Guttormsson
Einar Sigurðsson Ella Halldórsdóttir Fanney Jónsdóttir
Georg Gíslason Gissur Erlingsson Guðlaugur Gíslason
Guðlaugur Stefánsson Guðfinna Kristjánsdóttir Hafsteinn Snorrason
Haraldur Eiríksson Hinrik Jónsson Hjálmar Eiríksson
Ingibjörg Ólafsdóttir Ingi Kristmanns Jóhann Bjarnasen
Jóhannes Sigfússon Karl Kristmanns Karl Sigurhansson
Lárus Ársælsson Leifur Sigfússon Magnús Bergsson
Marinó Jónsson Ólafur Halldórsson Páll Jónsson
Rannveig Vilhjálmsdóttir Carl Rosinkjær Sigurbjörg Magnúsdóttir
Sigurður Ólason Tómas Guðjónsson Tryggvi Ólafsson
Unnur Magnúsdóttir Viggó Björnsson Þórhallur Gunnlaugsson