Um námskeiðið

Golfævintýrið í Eyjum verður haldið dagana 19.-21. júní. Boðið verður upp á golfkennslu, golfleiki, golfmót og skemmtun fyrir þátttakendur og foreldra. Þátttakendum verður skipt upp í aldurs og getuhópa og munu PGA golfkennarar sjá um allt utanumhald í golfkennslunni. 

Ævintýrið er fyrir stráka og stelpur 12 ára og yngri!

M.a verður golfmót, vippkeppnir og púttkeppnir á dagskrá!

Þátttökugjaldið er 22.000 kr. og innifalið í því er...sigling með Herjólfi...gisting í Hamarsskóla (hverjum hópi og/eða einstaklingi þarf að fylgja ábyrðarmaður í gistingunni)...morgun-, hádegis- og kvöldverður...golf og golfleikir...óvissuferð...kvöldvaka...lokahóf.