Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
4. hola
4. holan er lengsta hola vallarins, og af mörgum talin sú fallegasta. Teigurinn liggur við enda Herjólfsdals en flötin í honum miðjum. Holan mælist 515 metrar af hvítum, 504 metrar af gulum og 436 metrar af bláum og rauðum teigum. Brautin er nokkuð bein en mikið landslag er í henni. Fáir komast að flötinni í 2 höggum en auðvelt er að leggja upp fyrir framan flötina. Mikið landslag er í flötinni en ef holustaðsetningin er góð er möguleiki á góðu skori.