Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
7. hola
7. holan er af mörgum talin ein sú erfiðasta á vellinum. Mjög löng par 3 hola þar sem flötin er lítil. 7. holan er 198 metrar af hvítum teigum, 175 metrar af gulum teigum og 169 metrar af bláum og rauðum teigum. Teighöggið er mjög krefjandi þar sem öll högg utan flatar eru erfið. Best er að vera stuttur á flöt en annars bíður þín erfitt verkefni. Flötin er hinsvegar ekki mjög krefjandi og getur bjargað skorinu.