Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
8. hola
8. holan er skráð sem léttasta hola vallarins. Hún mælist 247 metrar af hvítum, 236 metrar af gulum og 209 metrar af bláum og rauðum teigum. Þrátt fyrir stutta vegalengd getur holan léttilega refsað. Vallarmörk eru uppi í fjallshlíðinni vinstra megin og flötin er umkringd glompum ásamt því að Fjósaklettur blasir við henni. Ef upphafshöggið er gott hér má vel búast við fugli, annars er voðinn vís.