Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
13. hola
13. holan er erfiðasta hola vallarins og ein sú erfiðasta á landinu. Hún mælist 355 metrar af hvítum og gulum teigum og 344 metrar af bláum og rauðum teigum. Vallarmörk eru vegurinn vinstra megin við brautina en við hann liggur íbúabyggð. Teighöggið er mjög krefjandi en allt það sem hittir ekki braut býður upp á mjög erfitt innáhögg. Flötin liggur mun ofar en brautin og liggur hún einnig frá henni. Hlaðnar glompur liggja svo í kringum hana. Ekki er þó mikið landslag í flötinni. Hér er par mjög gott skor