Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
16. hola
16. holan er einstök par 5 hola sem liggur með sjónum. Hún mælist 473 metrar af hvítum, 463 metrar af gulum, 442 metrar af bláum og 369 metrar af rauðum teigum. Upphafshöggið er slegið yfir Atlantshafið en vallarmörk eru báðum megin við brautina. Högglangir kylfingar geta reynt við flötinaí tveimur höggum en þá ber að varast tjörn sem liggur fyrir framan flötina. Einnig er hægt að leggja upp á braut fyrir framan tjörnina. Mikið landslag er í flötinni en hér er mjög gott að labba burt með par eða fugl á skorkortinu.