top of page
Search
Writer's pictureRúnar Gauti Gunnarsson

Örlygur Helgi og Katrín Vestmannaeyjameistarar 2022

Meistaramót GV fór fram dagana 6-9. júlí. Rúmlega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki kvenna, öldungaflokki karla 50+ og 65+.


Veður var mjög mismunandi í mótinu, fyrsti og þriðji dagurinn var góður en annar og fjórði tóku verulega á keppendur vegna mikillar rigningar og vinds.


Að 4. degi loknum stóð Katrín Harðardóttir uppi sem sigurvegari í Meistaraflokki kvenna en hún sigraði með 26 höggum á +76. Er þetta því 5 titill Katrínar, frábær árangur. Í öðru sæti á +102 var Hrönn Harðardóttir og í því þriðja á +106 var Sara Jóhannsdóttir.


Í Meistaraflokki karla var spennan öllu meiri framan af. Eftir fyrsta dag leiddi Lárus Garðar Long á einu höggi yfir pari. Næstur kom hinn ungi Andri Erlingsson á 2 yfir pari. Í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag var Örlygur Helgi Grímsson. Á öðrum degi sveiflaðist staðan en að honum loknum var Örlygur í fyrsta sæti eftir góðan hring upp á 72 högg.

Ölli jók svo forystu sína á degi 3 og var með þriggja högga forystu að honum loknum. Ölli spilaði á 72 höggum en Lárus átti besta hring dagsins á 71 höggi og sat í 2. sæti.

Á lokadeginum var veður slæmt en Ölla brást ekki bogalistin. Hann spilaði frábært golf miðað við aðstæður og kom inn á 74 höggum. Því vann hann afgerandi 11 högga sigur og sinn 15. Vestmannaeyjameistaratitil frá upphafi. Það er ótrúlegt afrek en enginn á fleiri titla en Ölli. Að sama skapi hefur Ölli aldrei tapað meistaramóti frá því hann tók fyrst þátt sem verður að teljast ótrúlegt.

Í öðru sæti endaði Lárus Garðar á +22 og í því þriðja var Daníel Ingi á +24.


Í lok móts fór fram lokahóf og verðlaunaafhending í nýju viðbyggingu skálans sem kemur einstaklega vel út.

Í fyrsta flokki karla sigraði Brynjar Smári Unnarsson á +36.

Í fyrsta flokki kvenna sigraði Guðlaug Gísladóttir á +142.

Í öðrum flokki karla sigraði Héðinn Þorsteinsson á +87

Í öldungaflokki 50+ karla sigraði Huginn Helgason á +43

Í öldungaflokki 65+ sigraði Þórður Halldór Hallgrímsson á +44

Í háforgjafarflokki kvenn sigraði Guðrún Mary Ólafsdóttir á 6 undir forgjöf.

Í unglingaflokki sigraði Ingi Gunnar Gylfason á +55






20 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page