top of page
Search

Örlygur og Katrín Vestmannaeyjameistarar 2021!

Í nýliðinni viku fór fram meistaramót GV 2021. Keppt var í 7 flokkum, bæði með og án forgjafar. Veðurskilyrði voru frábær alla keppnisdagana og völlurinn í mjög góðu standi.

Í kvennaflokki varð Katrín Harðardóttir sigurvegari í 4. sinn. Óskum við henni til hamingju með flottan árangur.


Í meistaraflokki karla voru nokkur met sett. Sjaldan hafa jafn margir tekið þátt í flokknum eða 14 manns. Einnig bætti Kristófer Tjörvi Einarsson metið yfir lægsta hring sem spilaður hefur verið í meistaramóti GV, 66 högg. Frábær árangur hjá Kristófer sem á framtíðina fyrir sér í golfíþróttinni. Örlygur Helgi Grímsson varð Vestmannaeyjameistari í 14. sinn eftir mjög gott og stöðugt golf. Örlygur lék 3 hringi af 4 á undir pari og endaði mótið á 2 höggum undir pari. Því bætir hann 14 ára gamalt mótsmet Gunnars Geirs Gústafssonar um 1 högg. Einnig jafnaði Örlygur Svein Ársælsson þegar kemur að flestum Vestmannaeyjameistaratitlum í golfi eða 14 talsins. Frábær árangur hjá Ölla sem er hvergi nærri hættur í golfinu.


Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins:


Meistaraflokkur karla

  1. Örlygur Helgi Grímsson

  2. Kristófer Tjörvi Einarsson

  3. Lárus Garðar Long

1. flokkur karla

  1. Grétar Þór Eyþórsson

  2. Karl Jóhann Örlygsson

  3. Sveinbjörn Kristinn Óðinsson

Kvennaflokkur



  1. Katrín Harðardóttir

  2. Sara Jóhannsdóttir

  3. Guðlaug Gísladóttir

2.flokkur karla

  1. Valur Már Valmundsson

  2. Unnar Hólm Ólafsson

  3. Sigurður Bragason

Öldungaflokkur 50+

  1. Aðalsteinn Ingvarsson

  2. Jónas Þór Þorsteinsson

  3. Hlynur Stefánsson

Öldungaflokkur 65+

  1. Stefán Sævar Guðjónsson

  2. Guðmundur Guðlaugsson

  3. Haraldur Óskarsson

Háflorgjafaflokkur kvenna

  1. Anna Hulda Ingadóttir

  2. Sigrún Hjörleifsdóttir

Í lokin viljum við þakka öllum keppendum fyrir vel heppnað mót og vonumst við til þess að sjá sem flesta á golfvellinum áfram í sumar


220 views0 comments

Commentaires


bottom of page