top of page
Search

Andri Erlingsson endaði í 3. sæti á Íslandsmóti unglinga

Writer's picture: Rúnar Gauti GunnarssonRúnar Gauti Gunnarsson

Andri Erlingsson keppti um helgina á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Mótið fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar en keppt var í mismunandi aldursflokkum. Andri gerði sér lítið fyrir og endaði í 3. sæti í flokki 14 ára og yngri. Er þetta glæsilegur árangur hjá okkar efnilegasta kylfing.


Andri lék hringina 3 á 80, 84 og 77 höggum eða 25 höggum yfir pari. Lokahringurinn var mjög stöðugur en Andri fékk alls 14 pör, 3 skolla og einn skramba. Gaman verður að fylgjast með honum á næstu árum en Andri á framtíðina fyrir sér í golfíþróttinni.


Til hamingju með árangurinn!


83 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


+354-481-2363

©2022 by gvgolf.

bottom of page