Sigurbergur Sveinsson og Andri Erlingsson leiða meistaraflokk karla í meistaramóti GV að loknum öðrum keppnisdegi á +3. Karl Haraldsson, sem leiddi mótið eftir 18 holur situr í 3. sæti á +5. Sigurbergur lék manna best í gær á 73 höggum en Andri kom þar á eftir með hring upp á 74 högg. Vert er að segja frá því að enginn þeirra þriggja hefur sigrað Meistaramót GV.
Í meistaraflokki kvenna leiðir Sigríður Lára Garðarsdóttir á +25 en Katrín Harðardóttir kemur þar á eftir á +42.
Ítarlegri stöðu í mótinu má nálgast hér.
Ræst er út á þriðja keppnisdegi frá klukkan 12:20 en hægt er að fylgjast með í beinni á golfbox.
Comments