Á seinustu dögum hafa staðir yfir framkvæmdir á 15. flötinni hjá okkur. Undanfarin ár hefur hún alltaf verið mjög slæm á vorin en komið til hægt og rólega með sumrinu.
Nú er búið að skipta um gras á henni, en gerð var tilraun með því að taka torf af efsta hluta 15. brautarinnar og leggja á flötina þar sem það er vant seltunni. Vonumst við til þess að þessar endurbætur heppnist vel og að flötin verði vel útlítandi næsta vor.
Viljum við biðja meðlimi til þess að ganga varlega um flötina og svæði í kringum hana þar sem svæðið er mjög viðkvæmt. Spennandi verður að sjá hvernig grasið höndlar veturinn, en flötin verður opnuð á ný næsta vor.
Comments