Högni Bergþórsson hefur undanfarið í samstarfi við Karl Haraldsson unnið að því að hanna Vestmannaeyjavöll á golfhermavænu formi. Nú í haust verður hægt að spila okkar einstaka golfvöll í EYE-XO herminum í nýju æfingaaðstöðu klúbbsins. Er þetta frábært skref fram á við sem mun auglýsa völlinn okkar enn frekar. Við hlökkum til að fá kylfinga í heimsókn til okkar, hvort sem það er í hermum á veturna eða úti á sumrin
Reach
Comments