Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í gær. Karl Haraldsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði Meistaramótsmet Kristófers Tjörva Einarssonar og Lárusar Garðars Long er hann lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins á fyrsta degi mótsins. Kalli leiðir því mótið með 3 höggum, Andri Erlingsson er í öðru sæti á 69 höggum og Sigurbergur Sveinsson í því þriðja á 70 höggum.
Í kvennaflokki leiðir Sigríður Lára Garðarsdóttir á 86 höggum en Katrín Harðardóttir er í öðru sæti á 93 höggum.
Nánari stöðu í mótinu má nálgast hér.
Enginn þeirra 3 efstu að loknum fyrsta degi í meistaraflokki karla hafa hampað titlinum áður og verður því spennandi að sjá hvort nýtt nafn verði ritað á bikarinn í ár.
Fyrstu holl á öðrum degi fara út klukkan 12:00 og hægt verður að fylgjast með í beinni á golfbox.
Comments