top of page
Search

Lokun á holum 13-18

Kæru kylfingar, nú er genginn í garð októbermánuður og er farið að hausta. Sést það bersýniliega á vellinum og er sá tími kominn að loka þarf holum 13-18. Er það gert svo að nægur tími sé til stefnu fyrir vallarstarfsmenn að sinna haustverkunum sem felast meðal annars í því að setja nætur yfir flatirnar.


Við viljum þakka klúbbmeðlimum sem og öllum þeim kylfingum sem léku Vestmannaeyjavöll á þessu ári fyrir frábært sumar, en metþátttaka var bæði í mótum og í spili á vellinum! Nú tekur við undirbúningstímabil og hlökkum við til þess að sjá ykkur spræk næsta vor :)


106 views0 comments

Comments


bottom of page