top of page
Search

Meistaramót GV - ýmiss fróðleikur

Meistaramót GV fer fram í 85. skiptið í vikunni en það hefur verið haldið öll þau ár frá því klúbburinn var stofnaður. Fyrsti keppnisdagur en miðvikudaginn 10. júlí en mótinu lýkur með lokahófi laugardaginn 13. júlí.

Flesta titla í kvennaflokki á Jakobína Guðlaugsdóttir en hún sigraði mótið í 22 skipti. Í karlaflokki á Örlygur Helgi Grímsson flesta titla eða 15 talsins. Hann getur bætt 16. titlinum við safn sitt með sigri í ár. Örlygur á sömuleiðis mótsmetið, 278 högg (-2) sem sett var árið 2021.

Besti hringur í Meistaramóti GV eru 66 högg en það met eiga Kristófer Tjörvi Einarsson árið 2021 og Karl Haraldsson árið 2023.


Ríkjandi klúbbmeistarar eru Sigurbergur Sveinsson og Sigríður Lára Garðarsdóttir.

Sigurbergur Sveinsson getur varið titil sinn en Sigríður Lára er sem stendur ekki skráð til leiks.


Skráning fer fram á golfbox eða í síma 481-2363.


Ljóst er að spennandi vika er framundan, hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni á golfbox en einnig verða myndbrot og umfjallanir á miðlum klúbbsins alla keppnisdaga.



171 views0 comments

Comentários


bottom of page