top of page
Search

Mjög vel heppnað Fyrirtækjamót GV að baki


Í dag fór fram Fyrirtækjakeppni GV við frábærar aðstæður. Veðrið lék við keppendur allan daginn og var almenn ánægja með framkvæmd mótsins. Mjög góð þátttaka var en um 100 keppendur tóku þátt og voru 73 fyrirtæki sem styrktu klúbbinn í gegnum mótið. Erum við þeim gífurlega þakklátt fyrir stuðninginn.


Veitt voru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í mótinu ásamt nándarverðlauna á öllum holum og fyrir lengsta drive á 18. holu. Kristófer Tjörvi Einarsson átti lengsta teighögg dagsins en það mældist 270 metrar.

Mikil spenna var á milli efstu sæta í mótinu, en 3 lið voru jöfn í þriðja

sæti. Björn Kristjánsson og Þórður Halldór Hallgrímsson sem spiluðu fyrir Ísfell, enduðu í þriðja sæti þar sem þeir áttu betri seinni 9 holur. Í öðru sæti voru Jóhann Pétursson og Helgi Bragason en spiluðu þeir fyrir Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Sigurvegarar Fyrirtækjakeppni GV 2020 voru Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Unnar Hólm Ólafsson. Þeir léku fyrir Vinnslustöðina á glæsilegu skori, 47 punktum! Óskum við þeim innilega til hamingju með góðan sigur.


Við viljum þakka keppendum og fyrirtækjum kærlega fyrir flott mót og hlökkum til þess að endurtaka leikinn að ári.

136 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page