top of page
Search

Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn!

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á +7 samtals. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson en hann er á +8. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi.


Lokaráshóp morgundagsins mynda því Sigurbergur Sveinsson, Andri Erlingsson og Karl Haraldsson en líklegt verður að teljast að nýtt nafn verði ritað á bikarinn í ár þar sem enginn þeirra hefur hampað titlinum.


Sömu sögu má segja í meistaraflokki kvenna en Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur þar afgerandi forystu yfir fimmtalda klúbbmeistarann Katrínu Harðardóttir. Allt getur þó gerst í golfinu og verður spennandi að fylgjast með gangi mála á morgun.

Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins í beinni hér.

741 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page