top of page
Search

Uppskerumót GV fer fram á laugardaginn.

Uppskerumót GV fer fram nú á laugardaginn. Um er að ræða 18 eða 12 holu mót þar sem kylfingar ráða í hvorum flokknum þeir keppa. Leikin er punktakeppni og veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum ásamt verðlaunum fyrir besta skor án forgjafar. Nándarverðlaun verða einnig í boði og verðlaun fyrir lengsta teighögg á 18. holu.

Um kvöldið verður svo pinnamatur í boði fyrir keppendur, en þá munum við veita verðlaun fyrir t.d. bestu þátttökuna í mótum sumarsins og mestu forgjafarlækkunina svo eitthvað sé nefnt.

Við hvetjum alla til þess að skrá sig til leiks, hvort sem það er í 12 eða 18 holu flokk, en skráning fer fram á golfbox.golf eða í síma 481-2363. Við hlökkum mikið til laugardagsins og l0fum mikilli skemmtun!


35 views0 comments
bottom of page