Bændaglíma GV fer fram næstkomandi laugardag. Um er að ræða skemmtimót þar sem 2 lið etja kappi á móti hvor öðru. Bændur liðanna í ár eru fyrrum handboltakempurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Grétar Þór Eyþórsson.
Verð í Bændaglímuna eru 7500kr en 6000 krónur fyrir meðlimi GV. Innifalið í verðinu er húfa merkt GV í teiggjöf ásamt veglegu lokahófi með mat um kvöldið. Einnig fá allir keppendur skot við upphaf móts ef viljinn er fyrir hendi. Mæting er í golfskálann klukkan 12:00 en klukkan 12:30 kynna bændur lið sín. Allir eru svo ræstir út á sama tíma klukkan 13:00.
Upphitunarkvöld verður fyrir keppendur á föstudaginn klukkan 8 þar sem bændur munu draga í lið. Verður drættinum varpað upp á skjávarpann í skálanum og almenn skemmtun í fyrrirrúmi, hvetjum við alla keppendur til þess að mæta á kvöldið :)
Skráning fer fram á golfbox.golf eða í síma 481-2363
תגובות