top of page

Lög og reglugerðir Golfklúbbs Vestmannaeyja

Lög Golfklúbbs Vestmannaeyja 2024

 

1.gr. 

Félagið heitir Golfklúbbur Vestmannaeyja. Heimili og varnarþing félagsins er í Vestmannaeyjum Klúbburinn er aðili að Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. (ÍBV héraðssambandi) og Golfsambandi Íslands (GSÍ). Tilgangur og markmið klúbbsins er að glæða og viðhalda áhuga á golfíþróttinni, rekstur golfvallar og golfskála, að standa fyrir golfkennslu, golfmótum svo og annarri félagsstarfsemi sem tengist golfíþróttinni. 

2.gr. 

Við golfleik skal fara eftir R&A St. Andrew‘s golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma. Sérhver félagi er skyldur að fara eftir þeim reglum sem settar eru um leikinn og umgengni á golfvellinum og í golfskála. Stjórn klúbbsins skal sjá til þess að leikreglur, umgengisreglur og siðareglur liggi að jafnaði frammi í golfskála. Breytingar sem verða kunna á þessum lögum, skal hún auglýsa rækilega. 

3.gr. 

Um inngöngu í klúbbinn skal sækja um til framkvæmdastjóra. Skal nýjum meðlim kynntar siðareglur, leikreglur og aðrar þær reglur er félagar lúta. Inntökugjald er jafnframt ársgjald fyrsta ársins eins og það er ákveðið á hverjum tíma eða samkvæmt ákvörðun stjórnar um sérstakt nýliðagjald. Stjórn GV er heimilt að veita félaga aukaaðild og er ákvörðun um árgjald aukaaðila í höndum stjórnar. 

4.gr.

Aðalfundur ákveður árgjald næsta starfsárs að fenginni tillögu stjórnar. Erlendir ríkisborgarar, sem eru félagar í klúbbnum, skulu hafa sama rétt til þátttöku í innanfélagsmótum og aðrir félagar. Um þátttöku þeirra í opnum mótum gilda lög og reglur GSÍ. Farandverðlaun, sem erlendir ríkisborgarar vinna, skulu geymd í golfskála. Stjórn klúbbsins ákveður vallargjald/flatargjald fyrir utanfélagsmenn. Þó er henni heimilt að leita eftir gagnkvæmum samningum við aðra klúbba um ókeypis aðgang að völlum annarra klúbba og skal stjórnin auglýsa slík sambönd rækilega í golfskála. 

5.gr. 

Gjalddagi árgjalda er 15.apríl en eindagi 1.maí. Þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir eindaga hafa fyrirgert rétti sínum sem félagar klúbbsins og fá m.a. ekki að taka þátt í keppni fyrr en gjaldið hefur verið greitt eða samið hefur verið um greiðslu þess. Að öðrum kosti skulu þeir greiða vallargjald er þeir leika á vellinum. Úrsögn er bundin við áramót enda berist hún skriflega til framkvæmdastjóra fyrir lok desembermánaðar. 

6.gr.

Málefnum GV stjórna:

  1. Aðalfundur

  2. Félagsfundir

  3. Stjórn

  4. Nefndir

7.gr. 

Aðalfundur skal haldinn fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.  Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum klúbbsins. Aðalfund skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tímasetning, staðsetning og dagskrá fundarins. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Fundarsetning.

  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  3. Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar. 

  4. Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar. 

  5. Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykkis. 

  6. Lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun GV fyrir næsta ár. 

  7. Laga- og reglugerðarbreytingar lagðar fram til samþykktar. 

  8. Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald næsta starfsárs. 

  9. Kosning stjórnar:

  1. Kosning formanns

  2. Kosning 6 félaga í stjórn 

  1. Kosning 2 skoðunarmanna

  2. Önnur mál 

  3. Fundargerð lesin upp til samþykktar 

  4. Fundarslit 

8.gr. 

Félagsfundi skal halda þegar stjórn telur þörf á. Ef 10 eða fleiri fullgildir félagar óska eftir félagsfundi skal stjórn boða til fundarins innan þriggja vikna frá því að beiðnin kemur fram. Beiðni um félagsfund skal senda stjórn skriflega með undirskrift a.m.k. 10 fullgildra félaga í klúbbnum og skal þar koma fram hvaða mál óskast tekin fyrir á fundinum. Félagsfundur er ályktunarhæfur um öll málefni klúbbsins og skal hann hafa ákvörðunarvald um öll meiri háttar fjárútlát sem ekki koma fram í fjárhagsáætlun klúbbsins og í þeim málum er stjórn vísar til hans. Að öllu jöfnu skal stjórnin boða til félagsfundar í mars/apríl ár hvert þegar verkefni sumarsins liggja fyrir. 

9.gr. 

Stjórn klúbbsins er skipuð 7 félögum og er stjórnarfólk kosið til eins árs í senn. Fyrst skal kjósa formann beinni kosningu. Síðan skal kjósa 6 félaga beinni kosningu. Stjórnin fer með æðsta vald í öllum málum að undanskildum þeim sem félagsfundur hefur ákvörðunarvald í skv. 8.grein. Stjórninni er heimilt að ráð til starfa með sér launað starfsfólk. 

10.gr. 

Fastanefndir klúbbsins eru eftirfarandi:

  1. Kappleikja- og forgjafanefnd 

  2. Vallar – og húsnefnd 

  3. Aganefnd

  4. Markaðs- og kynningar- og nýliðanefnd

  5. Unglinga- og afreksnefnd 

  6. Kvennanefnd 

Nefndirnar skulu skipaðar 3-5 mönnum og skulu skipaðar af stjórn að afloknum aðalfundi ár hvert. Auk fastanefnda er stjórn klúbbsins heimilt að skipa nefndir tímabundið til að vinna að sérstökum verkefnum. Störf sérhverrar nefndar skal tilgreina í sérstakri reglugerð. 

11.gr. 

Reikningsár klúbbsins er frá 1. janúar – 31. desember. 

12.gr. 

Að minnsta kosti einum mánuði fyrir aðalfund skal stjórnin skipa kjörnefnd. Hlutverk kjörnefndar er að koma með tillögu að skipan stjórnar næsta starfsár sem og að koma með tillögur um endurskoðendur og fulltrúa klúbbsins í stjórn ÍBV. 

13.gr.

Allar tillögur um laga- og reglugerðarbreytingar, sem óskast teknar fyrir á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en 1. janúar. Reikningar klúbbsins, fjárhagsáætlun næsta starfsárs, tillögur og laga- og reglugerðarbreytingar og tillögur kjörnefndar skulu liggja frammi á skrifstofu GV eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Breytingar á lögum klúbbsins þurfa 2/3 atkvæða atkvæðisbærra félaga á aðalfundi. Í öðrum tilfellum nægir einfaldur meirihluti. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir félagar sem náð hafa 16 ára aldri og eru skuldlausir við klúbbinn. 

14.gr. 

Sérstakan fund þar til að ákveða að leggja klúbbinn niður. Boðunartími slíks fundar skal vera sami og til aðalfundar. 2/3 hluti félaga í klúbbnum skulu vera á fundi og þar 2/3 atkvæða þeirra til að samþykkja tillögu um að leggja klúbbinn niður. Sé þátttaka á fundinum ekki næg, skal boða til nýs fundar innan þriggja vikna og er hann ákvörðunarhæfur um þetta mál og nægir þá 2/3 hluti atkvæða þeirra sem mættir eru til að ákveða að leggja klúbbinn niður. 

15.gr. 

Lög þessi öðlast þegar gildi. 

Breytingar samþykktar á aðalfundi 8.2.2024. 

Reglugerðir Golfklúbbs Vestmannaeyja

Reglugerð kappleikja og forgjafanefndar

1.gr. 

Nefndin skal skipuð 3 félögum. Nefndin hefur þó heimild til að fá fleiri til liðs við sig ef þörf krefur. Formaður nefndarinnar skal einnig vera í stjórn GV. 

2.gr. 

Hlutverk kappleikja- og forgjafanefndar er að raða niður mótum á vegum GV ár hvert og að sjá til þess að allir félagsmenn sem skráðir eru til leiks séu með löglega forgjöf samkvæmt lögum og reglum GSÍ. 

3.gr. 

Markmið nefndarinnar er að mótaskrá GV sé hverju sinni metnaðarfull og fjölbreytt. Nefndin skal sjá til þess að umgjörð móta sé hvetjandi, skemmtileg og í samræmi við gildandi reglur. Eins skal nefndin reyna eftir fremsta megni að halda mót með sem fjölbreyttustu sniði. 

4.gr. 

Nefndin skal funda eins oft og þurfa þykir.  Nefndin sér um stjórnun og framkvæmd móta á vegum GV. Nefndin sér einnig um að skipa starfsmenn í mót í samráði við framkvæmdastjóra.

5.gr. 

Nefndin skal útvega verðlaun í öll mót á vegum GV. 

6.gr.

Nefndin skal halda fundargerð og skal þeim skilað til yfirferðar og samþykktar í aðalstjórn GV.

7.gr. 

Allar meiriháttar fjárfestingar sem samþykktar eru í kappleikja- og forgjafanefnd GV þurfa samþykki aðalstjórnar GV til að öðlast gildi. 

8.gr.

Framkvæmdastjóri GV starfar með kappleikja- og forgjafanefnd. 

 

Reglugerð vallar- og húsnefndar

1.gr. 

Nefndin skal skipuð 5 félögum. Formaður nefndarinnar skal einnig vera í stjórn GV. 

2.gr. 

Hlutverk vallar- og húsnefndar er að fjalla um árlega áætlun sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram um nýframkvæmdir og viðhald á umráðasvæði klúbbsins. Einnig að fjalla um fjárfestingaáætlun í tækjabúnaði GV og fylgjast með framgangi hennar. 

3.gr.

Markmið nefndarinnar er að völlur GV og sú aðstaða sem boðið er upp á hverju sinni sé eins góð og hægt er hverju sinni og sé til fyrirmyndar, bæði á velli sem og í klúbbhúsi félagsins. Að snyrtimennska og fagmennska sé í fyrirrúmi. 

4.gr. 

Nefndin skal halda fundargerð og skal þeim skilað til yfirferðar og samþykktar í aðalstjórn GV.

5.gr. 

Allar meiriháttar fjárfestingar og ákvarðanir er snúa að breytingum á vellinum sem samþykktar eru í vallar- og húsnefnd GV þurfa samþykki aðalstjórnar GV til að öðlast gildi. 

6.gr. 

Vallarstjóri og framkvæmdastjóri GV starfa með vallar- og húsnefnd GV. 

 

Reglugerð aganefndar

1.gr.

Aganefnd skal skipuð 3 félögum. Formaður nefndarinnar skal einnig vera í stjórn GV. Aganefnd starfar í umboði stjórnar. 

2.gr. 

Hlutverk aganefndar er að fjalla um brot félagsmanna gegn golfreglum og ákveður viðurlög við þeim. Einnig fjallar nefndin um óprúðmannlega eða ámælisverða framkomu félagsfólks tengda golfleik, og ákveður viðurlög við henni. Annarskonar brot félagsfólks, sem beinast að GV eða starfsmönnum þess, eiga beint undir stjórn GV.

3.gr. 

Aganefnd fjallar um öll brot félagsmanna sem framin eru á félagssvæði GV eða á öðrum stöðum þar sem félagsmaður kemur fram undir merkjum GV. 

4.gr.

Einstaklingur í aganefnd er vanhæfur til að fara með mál ef:

  1. Er aðili að málinu eða fyrirsvarsmaður aðila máls. 

  2. Hefur gætt réttar aðila varðandi sakarefnið eða veitt aðila leiðbeiningar um það, umfram skyldu sem aðili aganefndar hefur. 

  3. Hefur borið eða verið kvaddur til að bera vitni um atvik málsins af réttmætu tilefni eða verið mats- eða skoðunarðili um sakarefnið. 

  4. Er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg. 

  5. Tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni eða málflytjanda með þeim hætti er segir í 4.tl. 

  6. Tengist eða hefur tengst vitni í málinu með sama hætti og segir í 4.tl. 

  7. Ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni með réttu í efa. 

Stjórn GV skipar nefndarmenn í aganefnd til meðferðar einstaks máls ef vanhæfi eða forföll verða til þess að nefndin verður ekki fullskipuð á annan hátt. 
 

5.gr. 

Kærur skal senda á skrifstofu GV merktar aganefnd eða í tölvupósti á póstfangið golf@eyjar.is. Á kærandi rétt á að fá staðfestingu á móttöku kærunnar. 

Erindi skal berast aganefnd sem fyrst og eigi síðar en fjórum virkum dögum eftir atvik það sem er kært fyrir. Ef um atvik er að ræða í móti sem tekur tvo daga eða fleiri, miðast upphaf frests við lokadag móts. 

Aganefnd getur rýmkað kærufrest séu atvik með þeim hætti að kæranda hafi ekki verið þau ljós fyrr en að liðnum almennum kærufresti. Kærufrestur skal þó aldrei rýmkaður meira en sem nemur tveimur vikum frá því kært atvik átti sér stað. 

Í kæru skal koma fram nafn kæranda og nafn kærða, nákvæm lýsing á atvikum, nafn vitna og önnur gögn sem geta fært sönnur á atvikið. 

6.gr. 

Aganefnd staðfestir móttöku kæru og kynnir hinum kærða hana innan þriggja virkra daga frá því kæra berst. Áður en kæra er kynnt hinum kærða skal nefndin taka afstöðu til þess hvort einhverjir formgallar séu á henni er varði frávísun. Nefndin mun leitast við að leiðbeina kæranda, sé kæra talin haldin annmörkum sem úr má bæta. Í tilfellum, þar sem gögn vantar mun aganefnd kalla eftir þeim en þó eftir að aðilum hefur verið kynnt kæran. 

Aganefnd skal senda kærða (varnaraðila) með sannanlegum hætti kæru og fylgigögn ásamt áskorun um að halda uppi vörnum í málinu. Tölvupóstur telst vera fullnægjandi háttur til að senda gögn til og frá nefndinni. 

Kærði fær 10 daga til að andmæla eða svara kærunni formlega með bréfi eða tölvupósti. Kærði getur óskað eftir að skýra mál sitt munnlega fyrir aganefnd. Nefndin áskilur sér rétt til að kalla fyrir nefndina vitni sem varpað geti ljósi á tildrög hins kærða atviks eða á annan hátt komið fram með upplýsingar sem gagnast nefndinni við ákvörðun í málinu. 

Eftir að öll gögn liggja frammi skal aganefnd úrskurða í málinu innan viku. Birta skal aðila máls eða umboðsmanni hans úrskurðinn með sannanlegum hætti eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir uppkvaðningu hans. Birting úrskurðar með tölvupósti telst fullnægjandi birting. 

Aganefnd áskilur sér rétt til lengri úrskurðartíma í þeim tilvikum er hið kærða atvik er flókið eða á annan hátt tímafrekt í úrlausn. 

Í tilfellum ungmenna sem stunda reglubundnar æfingar hjá GV skal aganefnd tilkynna þjálfara verða tilkynnt um úrskurðinn. 

7.gr. 

Úrskurður aganefndar telst fullgildur ef meirihluti hennar staðfestir úrskurðinn. 

Í fundargerðarbók skal færa meginefni þess sem fram kemur á fundum aganefndar. Endurrit úr fundargerðarbók má afhenda þeim sem hefur hagsmuna að gæta en skal að jafnaði ekki birt almenning. 

Aganefnd skal halda sérstaka úrskurðarbók sem hefur að geyma úrskurði hennar. 

8.gr. 

Starfsreglur aganefndar taka strax gildi. 

Samþykkt á aðalfundi GV febrúar 2024. 

 

Reglugerð markaðs-, kynningar- og nýliðanefndar

1.gr. 

Nefndin skal skipuð 3 félögum. Formaður nefndarinnar skal einnig vera í stjórn GV. 

2.gr. 

Hlutverk nefndarinnar er að bera ábyrgð á markaðsmálum GV. Í því felst auglýsingamál ásamt öðru kynningarefni GV. 

3.gr. 

Nefndin skal sjá til þess að merkingar á velli GV séu til fyrirmyndar. 

4.gr. 

Nefndin skal skipuleggja í samráði við golfkennara, nýliðanámskeið og halda utan um nýliðastarf. 

5.gr. 

Framkvæmdastjóri starfar með markaðs, - kynningar og nýliðanefnd. 

 

Reglugerð unglinga- og afreksnefndar

1.gr. 

Nefndin skal skipuð 3 félögum. Formaður nefndarinnar skal einnig vera í stjórn GV. 

2.gr. 

Hlutverk nefndarinnar er að halda utan um allt starf í unglinga og afreksstarfi GV. Markmið nefndarinnar er að efla samskipti milli iðkenda og foreldra annarsvegar og stjórnenda og þjálfara hins vegar. Nefndin hefur það að markmiði að fjölga iðkendum í félagastarfinu og stuðla að betri árangri í starfi klúbbsins. 

3.gr. 

Nefndin skal hafa yfirumsjón með öllum fjáröflunum vegna æfinga og keppnisferða. 

4.gr. 

Nefndin sér um skipulag og undirbúning keppnisferða fyrir hvert æfinga- og keppnistímabil í samráði við þjálfara. 

5.gr. 

Framkvæmdastjóri og golfkennari starfa með unglinga- og afreksnefnd

 

 

Reglugerð kvennanefndar

1.gr. 

Nefndin skal skipuð 3 félögum. Formaður nefndarinnar skal einnig vera í stjórn GV. 

2.gr. 

Hlutverk nefndarinnar er að efla kvennastarf innan GV og fjölga kvenkyns kylfingum. Að stuðla að samvinnu og samstöðu kvenna í GV og leita leiða til að efla félagsanda meðal þeirra. 

3.gr. 

Nefndin skal skipuleggja æfingar, mót og aðra viðburði í samráði við framkvæmdastjóra. 

4.gr. 

Framkvæmdastjóri starfar með kvennanefnd. 
 

Reglugerð um val í sveitir GV

1.gr. 

Reglugerð þessi gildir um aðalsveitir GV í karla, kvenna og unglingaflokki. 

2.gr. 

Stjórn GV skipar liðsstjóra fyrir karla og kvennasveitir.  Skal skipun þeirra vera lokið fyrir 1.maí ár hvert. 

3.gr. 

Til að öðlast rétt til að taka sæti í sveitum GV þarf viðkomandi:

  1. Að hafa GV sem aðalklúbb og hafa greitt félagsgjöld að fullu. 

  2. Að hafa gilda forgjöf samkvæmt reglum GSÍ. 

4.gr. 

Þrír efstu kylfingar í meistaramóti GV, í meistaraflokki öðlast sjálfkrafa keppnisrétt í sveitum klúbbsins. Sé ekki næg þátttaka eða einhver af þremur efstu getur ekki tekið sæti í sveit fjölgar þeim sem liðsstjóri velur. 

5.gr. 

GV greiðir þátttökugjöld fyrir sveitir sem keppa á Íslandsmóti fyrir hönd GV. 

6.gr. 

GV sér keppnisliðum fyrir klúbbfatnaði. Er þar um að ræða bol og/eða peysu. Stefnt er að því að endurnýja keppnisfatnað GV á tveggja ára fresti. 

7.gr. 

Hluti af ágóða vegna fyrirtækjakeppni GV skal nýttur til að standa undir kostnaði sveitanna. Félagar í sveitum eru hvattir til að safna fyrirtækjum í keppnina ár hvert. Ágóðinn skal nýttur til að greiða fyrir gistingu, mat og æfingakúlur fyrir Íslandsmót í sveitakeppni. 

8.gr. 

Framkvæmdastjóri starfar með liðstjórum ár hvert. 

 

 

Meistaramót GV

Keppnin er höggleikur án forgjafar í eftirtöldum flokkum:

Flokkur: Grunnforgjöf Holur

Meistaraflokkur karla < 4,4 72 holur af hvítum teig (55)
1.flokkur karla 4,5 – 11,4 72 holur af gulum teig (52)
2.flokkur karla 11,5 – 18,4 72 holur af gulum teig (52)
3.flokkur karla 18,5 – 27,9 72 holur af gulum teig (52)
Meistaraflokkur kvenna < 14,9 72 holur af rauðum teig (46)
1.flokkur kvenna 15 – 27,9 72 holur af rauðum teig (46)

 

Keppt er höggleikur með og án forgjafar í eftirtöldum flokkum:

Öldungaflokkur karla (50-65 ára) 72 holur af gulum teig (52)
Öldungaflokkur karla (65 ára og eldri) 54 holur af rauðum teig (46)
Öldungaflokkur kvenna (50-65 ára) 72 holur af rauðum teig (46)
Öldungaflokkur kvenna (65 ára og eldri) 54 holur af rauðum teig (46)
Piltar undir 13 ára 18 holur af rauðum teig  (46)
Piltar 14-16 ára 72 holur af gulum teig  (46)
Stúlkur 14-16 ára 72 holur af rauðum teig  (46)

Keppt er í punktakeppni með forgjöf í eftirtöldum flokkum:

4.flokkur karla 26,5 – 52 36 holur af gulum teig (46)
2.flokkur kvenna 28 – 52 36 holur af rauðum teig (46)

 

Keppni hefst á miðvikudegi og lýkur á laugardegi. Raðað er út eftir flokkum alla daga mótsins. Tekið er tillit til sérstakra óska fyrstu tvo keppnisdagana. Þó þannig að hver flokkur verður að fara út innan ákveðinna tímamarka sem mótanefnd ákveður. 

Allir keppendur undir 65 ára aldri eru skráðir til leiks í sínum forgjafaflokk. Keppendur í meistaraflokk – 3.flokk karla og meistaraflokk og 1.flokk kvenna sem náð hafa 50 ára aldri eru einnig keppendur í 50+ flokkum með og án forgjafar. 

Verði skor jöfn til verðlauna án forgjafar skal leikin þriggja holu umspil á 16, 17 og 18.braut. Ef staða er enn jöfn skal leikin bráðabani á 18. holu þar til úrslit liggja fyrir. 

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga, til að mynda að sameina flokka ef ekki fæst nægjanleg þátttaka. 

 

Ráslisti

 

Miðvikudagur

1. Stúlkur 14 – 16 ára

2. Piltar 14 – 16 ára

3. 1. flokkur kvenna

4. Meistaraflokkur kvenna

5. 3. flokkur karla 

6. 2. flokkur karla 

7. 1. flokkur karla 

8. Meistaraflokkur karla

 

Fimmtudagur

1. Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri 

2. Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri 

3. Piltar 14 – 16 ára 

4. Stúlkur 14 – 16 ára 

5. Meistaraflokkur karla 

6. 1. flokkur karla 

7. Meistaraflokkur kvenna 

8. 1. flokkur kvenna 

9. 2. flokkur karla 

10. 3. flokkur karla

 

Föstudagur

1. Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri 

2. Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri 

3. 1. flokkur karla  

4. 2. flokkur karla

5. Meistaraflokkur karla 

6. Meistaraflokkur kvenna 

7. 3. flokkur karla 

8. 1. flokkur kvenna

9. 4. flokkur karla

10. 2. flokkur kvenna 

11. Piltar 14 – 16 ára 

12. Stúlkur 14 – 16 ára

 

Laugardagur

1. Piltar 14 – 16 ára 

2. Stúlkur 14 – 16 ára

3. Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri 

4. Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri 

5. 4. flokkur karla 

6. 2. flokkur kvenna 

7. 1. flokkur kvenna 

8. 3. flokkur karla 

9. 2. flokkur karla 

10. 1. flokkur karla 

11. Meistaraflokkur kvenna 

12. Meistaraflokkur karla

bottom of page