top of page

WESTMAN ISLANDS LUXURY

Westman Islands Luxury bjóða upp á glæsilega gistimöguleika. Hægt er að velja um lúxus hús sem liggja við golfvöllinn, glæsilegar íbúðir við höfnina eða frábæra gistiaðstöðu fyrir hópa í hjarta bæjarins. Luxury Villas húsin hjá þeim liggja meðfram 13. braut vallarins og veita frábært útsýni yfir allan völlinn. Allar nánari upplýsingar um Westman Islands Luxury má nálgast á heimasíðu þeirra hér að neðan

  • Instagram
  • Facebook

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar er glæsilegt hótel í miðbæ Vestmannaeyja. Nýleg og falleg hótelherbergi eru í boði í mismunandi stærðum, allt frá einstaklingsherbergjum yfir í lúxussvítu. Með öllum herbergjum fylgir aðgangur að morgunmat og spa hótelsins. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu þeirra hér að neðan.  

Á hótelinu er veitingastaðurinn Einsi Kaldi, þar er hægt að fá hágæða mat, ferskann fisk frá Vestmannaeyjum, góðar steikur eða annað gómsæti.

  • Instagram
  • Facebook
Hotel-double-room-5.jpg

Slippurinn

Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingastaður í Vestmannaeyjum sem notar staðbundið og árstíðarbundið íslenskt hráefni. Matargerðin er mjög stað- og árstíðarbundin þar sem matseðillinn breytist ört. Áhersla er lögð á ferskt, íslenskt hráefni og ástríðu við matargerðina. Gísli Matthías Auðunsson er yfirmatreiðslumaður Slippsins en hann er einnig stofnandi veitingastaðanna Skál og Matur og Drykkur.

  • Instagram
  • Facebook
slippurinn-img-1-1024x820-1024x820.jpg

Einsi Kaldi

Einsi Kaldi er veitingastaður staðsettur í miðbæ Vestmannaeyja, á jarðhæð Hótels Vestmannaeyja. Einsi Kaldi býður upp á mikið úrval matar þar sem hráefnin koma í miklum mæli beint frá Eyjum. Hægt er að fá hágæða fisk, steikur eða smárétti, sem og gott vín. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Einsa Kalda hér að neðan. 

  • Instagram
  • Facebook
stadur-1.jpeg

Gott

Veitingastaðurinn Gott er heilsusamlegur og fjölskylduveitingastaður í Vestmannaeyjum sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allur matur er lagaður frá grunni og ferskur fiskur er sóttur af fiskmarkaðnum á hverjum morgni. Yfirkokkur staðarsins er Sigurður Gíslason, fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands. 

  • Instagram
  • Facebook
1210770.jpg

Tanginn

Tanginn er fjölskyldurekinn veitingastaður í Vestmannaeyjum sem leggur áherslu á fjölbreyttan og vandaðan matseðil, notalegt umhverfi og góða þjónustu.

Veitingastaðurinn stendur á einstökum stað við líflega höfnina og Heimaklettur blasir við gestum. Útiaðstaðan við Tangann skilar eftirminnilegri upplifun á góðum sumardegi.

Fáðu þér sæti hjá okkur í notalegu andrúmslofti og njóttu góðrar þjónustu við höfnina, í faðmi stórkostlegrar náttúru.

  • Instagram
  • Facebook
tanginn-veitingahus-vestman-island-icelandic-times-iceland-vestmanneyjar.webp

Ribsafari

Njóttu þess að upplifa eyjarnar eins og við Eyjamenn gerum. Komdu að sigla með okkur og við segjum þér frá lífinu okkar hér í Vestmannaeyjum, sögunum okkar, náttúru og fleira. Þú getur líka skoðað hvað fólk hefur sagt á Facebook og Tripadvisor um ferðirnar okkar. Við bjóðum upp á klukkustundar eða tveggja tíma siglingu og þá alveg út í úteyjar og jafnvel Súlnasker. Þú getur líka leigt bát með leiðsögumann og skipstjóra fyrir hópinn þinn. Við siglum frá miðjum maí til miðjan september.

  • Instagram
  • Facebook
txnoprrk0acjadpezoz6.webp
bottom of page