top of page

GOLFKLÚBBUR VESTMANNAEYJA

Golfvöllurinn í Eyjum er einn sá rómaðasti á Íslandi og hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir golfara, bæði innlenda sem og erlenda. Er hann mikilvægur hlekkur í afþreyingu fyrir ferðafólk og dregur fjölda manns til Vestmannaeyja ár hvert. Völlurinn er staðsettur inni í Herjólfsdal en náttúrufegurðin er eitt af því sem gerir völlinn eins flottan og hann er. Fyrri 9 holurnar liggja inni í dalnum þar sem mikið er um hóla og hæðir en seinni 9 holurnar liggja við Hamarinn. Þær eru því af mörgum taldar erfiðari, en geta bæði gefið og tekið. 


Golf hefur ávallt verið vinsæl íþrótt í Vestmannaeyjum sem sýnir sig best í því að yfir 10% íbúa eru skráðir félagar í klúbbinn. GV hefur alltaf lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf og er óhætt að segja að það starf hafi aldrei verið öflugra en undanfarin ár. GV var fyrsta aðildarfélag ÍBV til þess að uppfylla skilyrði ÍSÍ um fyrirmyndafélag og er stjórnin stolt af því starfi sem unnið er hér á ársgrundvelli með börnum og unglingum í Vestmannaeyjum.

PANO_20190719_162321 (2).jpg
Um klúbbinn: About Us
bottom of page