top of page

HELSTU MÓT GV ÁR HVERT

Styrktarmót eldri kylfinga GV

Mótið er árlegt mót sem sveit eldri kylfinga hjá GV stendur fyrir. Árlega taka um 100 kylfingar þátt í mótinu og eru glæsileg verðlaun í boði frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Mótið er stærsta fjáröflun eldri sveitarinnar og hefur verið mikilvægur punktur í starfi hennar.Í ár fer mótið fram laugardaginn 27. maí

b%C3%83%C2%B6ddabitam%C3%83%C2%B3t_cover_edited.jpg
ísfélag.png

SJÓMANNAMÓT ÍSFÉLAGS VESTMANNAEYJA

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja er eitt allra stærsta mót klúbbsins ár hvert. Mótið er þekkt fyrir góða þátttöku og gífurlega vegleg verðlaun. Margoft er bíll í verðlaun fyrir holu í höggi á 12. holu svo eitthvað sé nefnt. Keppt er í opnum flokki og svo sjómannaflokki sem tileinkaður er sjómönnum. Frábært mót sem ætti ekki að fara fram hjá neinum.
Í ár fer mótið fram föstudaginn 2. júní

JÓNSMESSUMÓT GV

Jónsmessumót GV er leikið um sumarsólstöður ár hvert að kvöldi til. Leikinn er 18 holu snærisleikur þar sem forgjöf segir til um lengd snæris. Holustaðsetningar eru ávallt á mjög erfiðum stöðum og mikið gaman hjá keppendum.

IMG_20200725_065455.jpg
EFFECTS.jpg

ICELANDAIR VOLCANO OPEN

Icelandair Volcano Open er allra stærsta mót GV á hverju sumri. Um 200 keppendur taka þátt og eru oftast margir sem ekki komast að. Mótið er tveggja daga punktakeppni þar sem verðlaun eru veitt bæði fyrir flesta punkta og besta skor án forgjafar. Einnig eru mjög stór verðlaun fyrir holu í höggi á 17. holu.
Í ár fer mótið fram dagana 7. og 8. júlí.

MEISTARAMÓT GV

Meistaramót GV er virtasta mót klúbbsins frá upphafi. Mótið hefur verið haldið öll þau ár frá því að klúbburinn var stofnaður, en nálgast má lista yfir sigurvegara þess hér á heimasíðunni. Helstu flokkar eru Meistaraflokkar karla og kvenna en einnig er keppt í 1-4 flokki, öldungaflokki, almennum kvennaflokki og barnaflokki svo eitthvað sé nefnt. Mótið stendur yfir í 4 daga og er veglegt lokahóf ásamt veitingum að því loknu.
Í ár fer mótið fram dagana 12.-15. júlí

meistaramót_2020.jpg
2%C3%BE%20open_edited.jpg

2Þ OPEN

2Þ Open mótið er helsta fjáröflun kvennasveitar GV á hverju sumri. Hefur það verið vel sótt af kylfingum frá því það var fyrst haldið en leikin er punktakeppni. Vegleg verðlaun eru í boði frá 2Þ og erum við þeim þakklát.
Í ár fer mótið fram laugardaginn 10. júní.

HJÓNA- OG PARAKEPPNI GV

Hjóna og parakeppni GV er mót sem hefur vaxið mikið að undanförnu. Mótið er unnið í samstarfi við Hótel Vestmannaeyjar en það stendur yfir í 2 daga. Leikinn er betri bolti á milli hjóna þar sem mjög vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin.
Í ár fer mótið fram dagana 28. og 29. júlí.

IMG_20200727_144156.jpg
IMG_20200905_183035.jpg

FYRIRTÆKJAKEPPNI GV

Fyrirtækjakeppni GV er ein stærsta tekjulind klúbbsins ár hvert. Fjölmörg fyrirtæki styrkja klúbbinn í gegnum mótið og fá í staðinn keppendur sem keppa fyrir fyrirtækið. Leikinn er betri bolti á milli tveggja keppenda. Mótið er ávallt vel sótt en sigurvegararnir hljóta Fyrirtækjabikarinn sem sjá má á eftirfarandi mynd. 

BÆNDAGLÍMA GV

Bændaglíma GV hefur verið uppskerumót klúbbsins undanfarin ár. Tveir bændur etja kappi með lið sín. Dregið er um það hverjir mæta hverjum og er mikill rígur á milli liðanna. Sú hefð er að tapliðið þjóni svo sigurliðinu til borðs á lokahófinu um kvöldið. Er almennt mikil skemmtun í kringum mótið og umgjörð þess

bottom of page