top of page

SPURT OG SVARAÐ

Hér má finna hinar ýmsu upplýsingar varðandi starfsemi klúbbsins. Við reynum að bæta síðuna með hverjum deginum og þættum því vænt um ef þið gætuð komið með tillögur að bætingum ef á þarf að halda.

STARFSEMI KLÚBBHÚSSINS

Opnunartími klúbbhússins er mismunandi eftir árstíma. Yfir sumartímann er veitingasalan og skálinn opinn frá 8 á morgnanna til 10 á kvöldin og er hægt að nálgast alla þjónustu á meðan á þeim tíma stendur. Yfir vetrartímann er skálinn opinn yfirleitt á milli 9 og 5, stundum lengur þó þar sem golfkennsla fer fram innan hans á virkum dögum. Veitingasalan er takmörkuð yfir veturinn en hægt er að kaupa drykki og litlar veigar.

ER ERFITT AÐ FÁ RÁSTÍMA HJÁ YKKUR?

Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur þá sérstöðu að hægt er að bóka rástíma með litlum fyrirvara nánast hvenær sem er yfir daginn. Einnig er hann að hluta til opinn yfir veturinn og því hægt að spila völlinn allan ársins hring. Verðskrá má nálgast undir tilheyrandi undirsíðu.

ER HÆGT AÐ KAUPA GOLFBÚNAÐ HJÁ YKKUR?

Undanfarin ár höfum við boðið upp á kúlur og aukahluti en ekki kylfur og mikið úrval fatnaðar. Hinsvegar mun það koma til með að breytast á næstunni þar sem koma mun upp kylfubás ásamt klæðaburði sem hægt verður að kaupa innan klúbbhússins.

HAFÐU SAMBAND

Hér getur þú sent inn spurningar er varða klúbbinn eða starfsemi hans. Við munum svara eins fljótt og hægt er.

Torfmýrarvegur, 900 Vestmannaeyjar

4812363

Thanks for submitting!

bottom of page