Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
1. hola
Fyrsta hola Golfklúbbs Vestmannaeyja kallast Blátindur. Herjólfsdalur blasir við teighögginu en leiðin liggur í átt að honum. Holan er 388 metrar af hvítum, 367 metrar af gulum, 342 metrar af bláum og 310 metrar af rauðum teigum. Brautin er þráðbein en flötin bíður upp á miskrefjandi holustaðsetningar. Betra er að vera of stuttur frekar en langur hér, par er gott skor.