Hér má sjá allar holur vallarins og umfjöllun um hverja þeirra. Ýtið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð ásamt umfjöllun
12. hola
12. holan er krefjandi par 3 hola sem liggur með Hamarsveginum. Hún mælist 150 metrar af hvítum, 142 metrar af gulum og 110 metrar af bláum og rauðum teigum. Vallarmörk liggja við veginn hægra megin en flötin er umkringd glompum. Verulega djúp glompa er fyrir framan flötina hægra megin sem ber að varast. Hér er gott að fá par.