top of page
Search

Örlygur og Sóley klúbbmeistarar

  • Writer: Rúnar Gauti Gunnarsson
    Rúnar Gauti Gunnarsson
  • 4 days ago
  • 2 min read

Örlygur Helgi Grímsson og Sóley Óskarsdóttir
Örlygur Helgi Grímsson og Sóley Óskarsdóttir

Meistaramót GV fór fram í nýliðinni viku. 70 keppendur voru skráðir til leiks í 16 flokkum, þarf af 11 í meistaraflokki karla og 5 í meistaraflokki kvenna. Veðrið lék við keppendur alla 4 keppnisdagana þó að stundum hafi verið vindasamt.


Örlygur Helgi Grímsson, 15 faldur klúbbmeistari GV hóf mótið best allra og kom í hús á 64 höggum og nýju mótsmeti á fyrsta hring. Lárus Garðar Long hóf mótið einnig vel en hann lék fyrsta hring á 67 höggum. Besta hring á öðrum keppnisdegi átti Sigurbergur Sveinsson er hann lék á 66 höggum. Ölli setti svo í fluggírinn á þriðja keppnisdegi þegar hann fékk 7 fugla og 11 pör og bætti mótsmetið sitt enn á ný með hring upp á 63 högg. Sigurinn var því aldrei í hættu hjá Ölla sem endaði mótið á nýju mótsmeti, 12 undir pari og er hann klúbbmeistari GV í 16. sinn.

Efstu þrjú sætin í meistaraflokki karla voru eftirfarandi:

  1. Örlygur Helgi Grímsson, -12 (64, 71, 63, 70)

  2. Daníel Ingi Sigurjónsson, -2 (74, 67, 68, 69)

  3. Sigurbergur Sveinsson, +2 (70, 66, 72, 72)


Í meistaraflokki kvenna hóf Sóley Óskarsdóttir titilvörn sína af krafti með hring upp á 81 högg. Eftir fyrsta dag var hún með 10 högga forystu yfir Söru Jóhannsdóttur en bætti svo í með tvo hringi upp á 79 högg. Sigríður Lára Garðarsdóttir spilaði einnig gott golf í mótinu og bætti sig dag frá degi. Hún átti besta hring kvenna á lokahringnum á 81 höggi. Sóley er án efa efnilegasti kvenkylfingur sem við höfum átt lengi en hún er nú tvöfaldur klúbbmeistari GV aðeins 16 ára gömul.

Efstu þrjú sætin í meistaraflokki kvenna voru eftirfarandi:

  1. Sóley Óskarsdóttir, +49 (81, 79, 79, 90)

  2. Sigríður Lára Garðarsdóttir, +69 (94, 88, 86, 81)

  3. Katrín Harðardóttir, +84 (94, 88, 86, 81)


Úrslit í öðrum flokkum voru eftirfarandi:

1. flokkur karla

  1. Kristgeir Orri Grétarsson, +14

  2. Tómas Aron Kjartansson, +19

  3. Heimir Halldór Sigurjónsson, +26


1. flokkur kvenna

  1. Eva Aðalsteinsdóttir, +98

  2. Elsa Valgeirsdóttir, +132

  3. Harpa Gísladóttir, +158


2. flokkur karla

  1. Björn Kristjánsson, +47

  2. Helgi Bragason, +47

  3. Devon Már Griffin, +61


2. flokkur karla

  1. Anna Rós Hallgrímsdóttir, 81 punktur

  2. Una Þóra Ingimarsdóttir, 64 punktar

  3. Laufey Grétarsdóttir, 59 punktar


3. flokkur karla

  1. Gunnar Páll Hálfdánsson, +84

  2. Tryggvi Kristinn Ólafsson, +93

  3. Atli Már Magnússon, +93


4. flokkur karla

  1. Aron Gunnar Einarsson, 67 punktar

  2. Bjarni Ólafur Marinósson, 67 punktar

  3. Friðrik Óskar Egilsson, 56 punktar


50+ karlar

  1. Júlíus Hallgrímsson, +3

  2. Albert Sævarsson, +31

  3. Guðjón Grétarsson, +45


65+ karlar

  1. Þórður Halldór Hallgrímsson, +23

  2. Sigurjón Pálsson, +42

  3. Sigurjón Óskarsson, +49


50+ konur

  1. Katrín Harðardóttir, +43

  2. Elsa Valgeirsdóttir, +67

  3. Harpa Gísladóttir, +82

 
 
 

Yorumlar


+354-481-2363

©2025 by gvgolf.

bottom of page