top of page
Search

Ný og endurbætt heimasíða lítur dagsins ljós

Undandfarnar vikur hefur verið unnið hörðum höndum að því að endurgera heimasíðu Golfklúbbs Vestmannaeyja. Nýja síðan felur í sér notandavænni eiginleika ásamt fleiri möguleikum þegar kemur að upplýsingaflæði. Hægt er að nálgast allt sem klúbburinn hefur upp á að bjóða undir viðeigandi undirsíðum. Einnig er hægt að hafa samband við klúbbinn í gegnum netspjall síðunnar.


Á þessu ári hafa auglýsingar frá Golfklúbbi Vestmannaeyja verið áberandi og nánast allar á netinu. Hér verður hægt að nálgast öll myndbönd, myndir og rafrænan vallarvísi sem vonandi gefur kylfingum, nýjum eða reyndum skemmtilega og nýja sýn á völlinn. Einnig verður hægt á næstunni að panta sér tíma í herminum okkar sem gefur okkur góða yfirsýn yfir notkun hans og eftirspurn


Við vonum að heimasíðan muni reynast notendum vel.


299 views0 comments
bottom of page