Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2024 var haldinn í golfskálanum 30. janúar síðastliðinn.
Í stjórn voru kosin formaður : Sigursveinn Þórðarson og aðrir stjórnarmeðlimir eru: Leifur Jóhannsesson, Sigurjón Pálsson, Pálmi Harðarson, Óðinn Kristjánsson, Sigurbergur Sveinsson og Hafdís Snorradóttir sem kom ný inn í stjórn fyrir Unu Þóru Ingimarsdóttir. Stjórn GV vil þakka Unu fyrir góð störf undandarin ár.
Í skýrslu stjórnar var farið yfir rekstur félagsin og gekk rekstur félagsins með ágætum á síðasta ári. Góð þátttaka var í mótum sumarsins og var uppselt í Icelandair Volcano Open og Hjóna og parakeppni GV og Golfsögu. Önnur mót voru vel sótt og verður fjölbreytt mótaskrá fyrir árið 2025.
Framkvæmdir í golfskála er lokið og er góður rómur gerður að goflskálanum okkar bæði frá félagsmönnum og þeim kylfingum sem sækja okkur heim.
Í skýrslu stjórnar kom fram að unnið var við lagfæringar á teigum og göngustígum á árinu en aðrar framkvæmdir á vellinum voru í lágmarki. Fyrirhugað er að laga fleiri teiga og göngustíga og einnig þarf að bæta merkingar á vellinum. Á síðasta ári var keypt ný flatarslátturvél og er nokkuð ljóst að það þarf að fara í fjárfestingar næstu ár í vélum og tækjum fyrir golfvöllinn.
Gerð var tillaga að hækka árgjöld GV um 10 % og var það samþykkt samhljóða á fundinum.
Aðalsteinn Ingvarsson hefur verið ráðinn vallarstjóri GV og er stjórn mjög ánægð að njóta krafta hans hér á vellinum, enda er Aðalsteinn öllum hnútum kunnugur og starfað lengi fyrir golfklúbbinn.
Félagsrými GV hefur verið vel nýtt og er GV með 2 Trackman herma. Hafa þeir sérstaklega verið vel nýttir fyrir barna og unglingastarf sem hefur vaxið á undanförnum árum.
Kylfingur ársins var Kristófer Tjörvi Einarsson. Hann var Vestmannaeyjameistari á nýju mótsmeti og einnig var hann driffjöður í Íslandsmóti Golfklúbba þar sem GV var Íslandsmeistari í 2.deild.
Efnilegast kylfingur GV var Sóley Óskarsdóttir. Sóley var Vestmannaeyjarmeistari og spilaði mjög gott golf seinast sumar og er alltaf að bæta sig. Hún er mikil fyrirmynd innan sem utan vallar og stefnir langt í íþróttinni. Það verður gaman að fylgjast með henni í komandi framtíð.
GV eignaðist 2. Íslandsmeistara árið 2024.
GV sigraði í 50+ 2.deild kvenna sem haldin var á Húsavík og skipuðu sveitina: Hrönn Harðardóttir, Alda Harðardóttir, Katrín Harðardóttir, Freyja Önundardóttir, Þóra Ólafsdóttir, Jóhanna Waagfjörð. Liðstjóri var Unnur Sigmarsdóttir.
GV sigraði í 2.deid karla sem haldin var í Vestmannaeyjum. Liðið skipuðu: Sigurbergur Sveinsson, Lárus Garðar Long, Daníel Ingi Sigurjónsson, Andri Erlingsson, Rúnar Þór Karlsson, Örlygur Helgi Grímsson og Kristófer Tjörvi Einarsson. Liðstjóri var Brynjar Smári Unnarsson.




Comments